05 júlí, 2008

Sólardagur á pallinum

Dagurinn hefst upp úr 9 að morgni.
Bzzzzzzz Bzzzzzzz Bzzzzzzzzzz z z z z
Tssss TssssSSSSSssss Tssss Tsssssss

Einstaka skýhnoðri á himni. Hitinn hækkar stöðugt. Sólstólarnir bornir út. Geitungamorðið virðist ekki hafa tekist eins og stefnt var að.

Bzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz Bzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz BZZZZzzzzZZZZzzz
Tssssssssssssssssssssssssssssssss Tss Tss Tss Tss

"Nú eru þeir farnir að senda þessa litlu, eða þá að allir þessir stóru eru dauðir" segir FD þar sem hún stendur með Banabrúsann tilbúinn fyrir næstu atlögu.

Maríuerlan ber stanslaust fæðu í ungana sína að hlaðinu fyrir framan hús. Auðnutittlingar skríkja í furunni og fylla maga af lúsum. Köngulærnar spinna stöðugt nýjan vef. Líffræðingurinn fer á fætur og bætist við pallverjana sem fyrir eru. Kobbi byrjar að slá hjá nágrannanum og heldur því áfram látlaust fram eftir degi. "Maður ætti að kæra hann fyrir hávaðamengun!" Fáninn er dreginn að húni áður en næsta staða er er tekin á sólbaðsstólnum. Út er borið brauð og álegg í sólina. Snætt. Spjallað um tábrot, barneignir, kafanir á suðurhveli og eldamennsku í Flétturima. Þar sem það eru bara til tveir sólstólar þarf að bæta við einni dýnu.

Bzzzzzzzzzzzzzzzz BBxxxxxxxxxxxxx BZZZZZZZZZZZZZ
TSJH TTSSSSSSSSS Tsssssssssssssssssss #$""!)/#
"Hvert fór helvítis kvikindið?"

"Hvítflugan er víst ekki lengur bara í gróðurhúsum" Myndir teknar af maríuerlu og nokkrum blómum. Rás2 í botni til að yfirgnæfa Kobba.

Það eiga víst að vera síðdegisskúrir í uppsveitum. Den tid, den sorg. Nú skín sólin. Búið að redda hverabrauði og silungi frá kvenfélaginu til að hafa í kaffinu. Allt klárt.

Sólardagur í sveitinni eftir misheppnað geitungadráp.

Bzzzzzzzzzz Bzzzzzzzzzzzzz Bzz Bzz Bzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
TSSSSSSSS TSSSSSSSSSSS Tsssssssssss Tsssssssssssss Ts Ts Ts Tssssss Tððððð Tðððð Piff Pifffffffffff

2 ummæli:

  1. Bizzzzzz, bizzzz, tixxxxxx
    og bixxxxx í mix
    bíður dama þar með trix
    brúsann mundar blíðleg frú
    bani ráðinn mér er nú.

    Gataspeldil gerræðis
    góðan sér til fulltingis
    hefur frú á hægri hlið
    heldur bregður mér það við.


    Farin,
    bzzzzzzzzzzzzz
    (bloggskapur ofsóttrar lífveru)

    SvaraEyða
  2. Vel skrifað. Í huganum var maður mættur á svæðið til að hlusta hugfanginn á GeitaDráparann

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...