Einu sinni sem oftar átti ég leið á fund margnefnds gamla unglings í Hveratúni. Í ljósi aðdraganda jólanna og stöðu kirkjumála í nágrenninu, voru trú- og kirkjumál rædd í þaula og ekki í fyrsta skipti. Hann vísaði til minninga sinna frá því er leið hans og hans fólks lá til kirkju í Vallanesi, væntanlega á 3. áratug síðustu aldar.
Í þann tíma var það heilmikið mál að hafa sig til og halda til kirkju. Það þurfti að sækja hestana, leggja á þá og ríða síðan til kirkju þar sem guðsorðið var lesið yfir lýðnum, yfirleitt með hótunum um vítisvist ef skorti á trúræknina og þar með kirkjusóknina. Að lokinni messu var síðan messukaffi og loks reið fólk heim úr kirkju. Í messuferðina fór stærstur hluti dagsins.
Fólki, þá sem nú, var annt um sálartetrið og má ímynda sér að það hafi verið því ofarlega í huga hverju það gæti átt von á ef ekki yrði af messuferð.
Þeim gamla er það ofarlega í minni hvernig prestar í þá daga hótuðu fólkinu með vítiskvölum og hefur í tengslum við það yfirleitt yfir þessa ágætu vísu nafna míns Ólafssonar, sem hann orti eftir eina svona messu:
Að heyra útmálun helvítis,
hroll að Páli setur.
Hann er á nálum öldungis
um sitt sálartetur.
Sáluhjálparvísur/miskunnarbæn hin nýrri
SvaraEyðaSyndum hlaðin segi ég
sem og Páll vor forðum
alveg kikna á versta veg
und vísdóms-guðs-mann' orðum.
Þá er gott að þekkja sig
að þekkilegri prýði
allt sem gleðja mætti mig
mest hér kætir lýði.
Söngur, gaman "solltið" vín
sem og nokkrar stökur;
óskaplegt er andans svín
oft eg stunda vökur.
H.Ág.
hér er maður sem virðist vera einni maðurinn í íslensku þjóðkirkjunni með viti... http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/23/fagnar_ursogn_ur_thjodkirkjunni/
SvaraEyða