03 desember, 2008

Af þjóðar vorrar stöðu

Nú er kominn sá tími þegar fjölmiðlarnir okkar eru smám saman hættir að nenna að eltast við þetta k.....tal allt saman. Svona erum við Íslendingar. Mikið held ég að þeim sé öllum að létta þessa dagana: ríkisstjórninni, seðlabankamönnum, fjármálaeftirliti, útrásarvíkingum og öðrum þeim sem ábyrgðina bera, þó svo þeir vilji auðvitað engan veginn taka á sig ábyrgð á því hvernig komið er, hvorki stefnu né verkum, eða verkleysi.
Það er runninn upp sá tími sem maður sér svo oft, verandi kominn á þennan aldur, þegar þeir sem eitthvert fjölmiðlafár stendur um, um stund, fá tækifæri til að skríða inn í holurnar sínar og safna þar vopnum sínum áður en þeir koma síðan út aftur sem frelsandi englar. Þeir fá þetta tækifæri vegna þess að við erum fljót að fá leið á svona löguðu. Það gengur yfirleitt yfir feikilegt fár sem allir sem á annað borð kunna að tala (þeim fækkar reyndar stöðugt) halda varla vatni yfir, en svo verðum við leið og nennum ekki meir. 'Þetta, einu sinni enn. Djö.... er ég orðin(n) leið(ur) á þessu kjaftæði!!!'
Það má kannski segja að þessi þjóð sé eins og blettatígurinn, sem getur hlaupið hraðar en önnur dýr, en bara í stutta stund í einu. Svo er hann búinn að vera.

Trúið mér, eftir stóra fundinn sinn í janúar næstkomandi vex vegur flokks allra stétta jafnt og þétt. Við verðum búin að gleyma öllum stóru orðunum. Hann.. Hól....... trítlar fram á sjónarsviðið aftur sem sá sem hefur allar lausnirnar, Dav.. verður aftur landsfaðirinn, sem stekkur fram með nýjan flokk sem leggur okkur kylliflöt.

Já, við verðum áfram Íslendingar. Engar áhyggjur.

(Ég biðst velvirðingar á þeirri litlu trú sem fram kemur hér að ofan á íslenskri þjóð við ysta haf, en ég hef það mér til afsökunar, að ég kunni mér hreint ekki læti)

Trúin á þjóð vorri telst mér í engu til vansa
Tekst ég á við hana án þess hika' eða stansa.
Bölið sem ber nú á dyrnar á sérhverju húsi
blessar oss kapítalistinn með blandi og búsi.

5 ummæli:

  1. Lítil trú byggir bara á staðreindum þess sem á undan er gengið. því er það svo að maður verður bara þreyttur, þvímiður.

    SvaraEyða
  2. Já þetta er saga þjóðar vorrar.

    Bjartsýni, fyrirgefning og jákvæðni. Hvorki meira né minna.

    Ekki eyða of löngum tíma í að hugsa um úrhrök og hrokagikki.

    Ávallt minnug kristins kærleika um að fyrirgefa náunganum og að hætta að hugsa um neikvæða hluti en beina þess í stað jákvæðri orku til þeirra er bjargar þurfa við.

    Erum við ekki frábær :)

    SvaraEyða
  3. Þetta minnti mig allt í einu á myndband sem þú birtir einhverntíma á þessu bloggi, með manninn sem var að tala um að umburðrarlyndi vesturlandabúa er að koma þeim í koll gagnvart múslímum!!! Jahhá, og við erum líka að verða of sein að bjarga því vandamáli.

    Gjaldið sem við greiðum dýrt
    Frelsi okkar og hlýju
    Guð hefur okkur gefið skýrt
    Svarið enn að nýju.

    Svo orti verðandi faðir í Berlín :)

    SvaraEyða
  4. Svo öldungis keng-sammála
    a) þeim fækkar sem eru talandi
    b)svo hættum við að fárast yfir fárinu... mín kenning er raunar að við fremur NENNUM ekki nema um skamma hríð... verðum "sensasjón-fíkin" um nokkurt skeið - en svo: eitthvað nýtt takk!

    Já, og Davíð ætlar aftur í stjórnmál verði, hann að víkja úr Seðlabankanum, heyrði ég í þessum orðum rituðum. "Ja, margt má maður nú heyra, áður en eyrun detta af" sagði uglan í ævintýrinu hans H.C. Andersen.
    Bittnú... og bittinú...
    og hopp og hí og trallala..

    (Blogskapur um pistil þennan bíður, því nú ber að stefna til vinnu).

    Vinsemd í hvívetna
    H.Ág.

    P.S.
    Enn fer bloggaranum fram í yrkingunum. Guð veit nema þetta endi með að hirðkveðillinn treysti sér ekki til að senda svo mikið sem vísubrot...

    H

    SvaraEyða
  5. INNILEGA TIL HAMINGJU!!!

    AFI OG AMMA..

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...