Það er allt í gangi hér við byggingu á einstaklega velheppnuðu (á pappírnum) baðherbergi, sem áður hefur verið minnst á. Þetta gengur nú ekki hratt fyrir sig, frekar en fjölgunin í Berlín, en kemur að öllum líkindum að lokum. Ég tel víst að Berlínarmanneskjan verði þó á undan. Við teljum okkur vera hóflega bjartsýn og væntum þess að þessi salur muni nýtast til jólabaða.
Flísarnar eru allavega einstaklega glæsilegar - það leyfist engum að segja neitt annað um þær.
Baðið verður nú bráðum risið,
því nú rís allt innávið á Íslandi.
Þá hefst hinn líkamlegi hagvöxtur
innrásarinnar.
(þetta er s.s. prósaljóð)
Er nú ekki kominn tími á gleiðlinsu á EOSinn? Maður áttar sig ekkert á því sem maður sér á þessum myndum :)
SvaraEyðaSyldi það hafa hvarflað að mér. Kannski verður að velja milli slíks búnaðar og baðherbergis - á þessum síðust. - eða þannig.
SvaraEyðalítur nú bara ágætlega út, það litla sem sést :)
SvaraEyðaÞetta lítur vel út en vekur jafnframt upp ömurlegar minningar frá renovationinni í fléttaranum. Sú yfirhalning tók ekki nema 3 1/2 mánuð
SvaraEyðaGóðar "sjetteringar"á flísum
SvaraEyðaGríðarlega fínt hagvaxtarljóð
H.Ág.