05 desember, 2008

Ég er alveg fullkomlega inni

Þessi staður í veröldinni er líklega ekki sá sem ég er tilbúinn að láta í ljósi allt það sem ég hugsað og fundið fyrir á þessum ágæta degi, 5. desember, 2008. Ég reikna með að þeir lesendanna sem eru hvað skarpastir verði fljlótir að lesa út úr því dulmáli sem birtist í fyrirsögninni. Dagurinn hófst fyrir miðja nótt, þegar síminn hringdi, en fD hafði gefið um það skýrar skipanir að það yrði hringt, hvenær sem væri sólahrings. Það hringdi, og lífið hafði tekið á sig dálítið annan blæ; aukna ábyrgð og nýjan vinkil á tilveruna, jafnvel þó í gegnum svefnrofin væri.

2 ummæli:

  1. Yndisleg orð til fagnaðar st+úlkubarninu.Já velkomn í heiminn, litla barnið okkar

    Örlítil skilningstár á brá.
    Síðar meir mun hirðkveðill afa yrkja telpukorninu velfarnaðarbrag - sem duga mun bæði yfir langt og skammt.

    Enn og aftur hamingju- og hjatakveðjur

    H.Ág

    SvaraEyða
  2. bestu þakkir frá okkur foreldrunum :) Mjög falleg orð þarna, þetta fer í bókina :)

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...