Ekki þótti um annað að ræða en að skjótast til meginlands Evrópu til að líta og kynnast lítillega krílinu sem þar hefur litið dagsins ljós og sem nýtur þess að eiga mig fyrir afa. Á þessum vettvangi verður ekki fjölyrt um þessa heimsókn umfram hið augljósa; hér erum að ræða myndarlegasta og gáfaðsta barn sem nú gistir veröldina.
Það er ekki hægt að halda því fram að ungfrú Júlía sé eitthvert dauðyfli því hún sér til þess að foreldrarnir hafa nóg að gera þess dagana, enda lítur hún örugglega þannig á, að þá þurfi að temja lítillega að nýjum lífsháttum. Allt er orðið breytt og lífið veitir af allsnægtum sínum þá fyllingu sem mannskepnan þarfnast til hamingjuríkrar tilveru.
Aðventuferð afa og ömmu á aðventu:
SvaraEyðaÞau komust heim við krappan dans
í Kvistholt bæði hjúin,
með ást í hjarta afa-manns
en amma' af knúsi lúin.
"Frá gjörvileik' nú greina skal
það gerist hér án tafa:
glæsifríð - með guðlegt hjal
og greindina frá afa.
Eftir sáum ungbarn það-
allt varð ljóst í hending:
heilög næstum- nema hvað (?)
og náðar-himnasending."
(Bloggskapur um fyrstu fundi Júlíu, ömmu og afa)
Anoníma hirðkveðill