Meðal þess fólks sem ég umgengst daglega er manneskja (ég læt liggja milli hluta hvort um er að ræða karl eða konu, enda álíka vitlaust og að gera mál úr kynhneigð verðandi mögulegs forsætisráðherra), sem tekur það mjög nærri sér hvað fólk talar illa um Davíð. Hún (manneskjan, til að halda því til haga) heldur því statt og stöðugt fram að það sé með engu móti hægt að kenna Davíð um allt sem aflaga hefur farið í þessu þjóðfélagi. Davíð sé bara klár og duglegur maður sem fólk hefur fylkt sér um og treyst til að leiða þessa þjóð inn í eitt mesta góðæri (gróðæri) sem hún hefur fengið að njóta.
Auðvitað er þetta rétt hjá manneskjunni.
Davíð væri ekkert og hefði ekki orðið neitt nema vegna þess að honum var veitt til þess brautargengi í lýðræðislegum kosningum. Hann sem persóna, er sjálfsagt hinn ágætasti maður á margan hátt. Ég treysti mér ekki til að meta hann á þeim grundvelli.
Það eru kannski frekar þeir sem leiddu hann þessa leið með stuðningi sínum (um 40% þjóðarinnar sem léðu Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt + ca. þeirra 15% sem síðan studdu þann flokk annan sem verið hefur í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn undanfarin 18 ár). Það er þetta fólk sem ber ábyrgðina, meira en helmingur þjóðarinnar. Þetta fólk þarf að skoða hug sinn vel.
Davíð hefur hinsvegar orðið táknmynd fyrir allt sem aflaga hefur farið á Íslandi undanfarin ár. Þessi táknmynd lýsir valdagræðgi, spillingu, hroka, dómgreindaraleysi, flokksþjónkun og almennum hálfvitagangi, svo eitthvað neikvætt sé nefnt.
Meðan Davíð er þessi táknmynd, jafnvel þó hann hafi ekki til þess unnið (sem ég leyfi mér hér að taka ekki afstöðu til) er alveg ljóst að hann verður að víkja af sviðinu til að von sé til að þessi þjóð geti farið að taka af sér hauspokann og horfa bjartsýn fram á veginn.
Táknið það verður að víkja
svo vonin ei bresti.
Land vort ei láttu það svíkja,
vor lausnarinn besti.
Uuuu... í hvaða veruleika lifir þú eiginlega? Það er þeim sem ekkert vita og skynja augljóst að Davíð er afskaplega hrokafullur og dónalegur maður, sem er valdagráðugur og dómgreindarlaus. Menn dæmast af verkum sínum og þannig Dæmist Davíð, sama hvað hver segir.
SvaraEyðaÞeir sem segja annað ættu að flytja til þýskalands árið 1933. :)
Það er ef til vill skiljanlegt að spurt sé. Nánari útlistun fæst auðvitað ekki að öðru leyti en því, að hér var verið að draga fram ákveðna hlið. Hvort það kemur mínum skoðunum, eða þeirri táknmynd sem ég stend fyrir, nokkuð við, er allt annað mál.
SvaraEyðaUm Davíð má margt víslegt segja
SvaraEyðamest hef ég kosið að þegja
en blóra hann er
nú böggullinn hér
en bak við hann grillir í "peyja?"
Mér væg' er ei mikið þess vanda
ef vilja menn skjól' í hans standa
Því breitt hefur bak
og býsna gott tak
á fjölmörgum "fortíðarvanda".
En sjáum nú bara hvað setur
sjáum hvað Jóhanna getur
samkynhneig víst*
eins og veröldin snýst!!
það lætur oss líða strax betur?
(Bloggskapur um blóraböggul þjóðarinnar - og svo kynhneigð stjórmnmálamanna - sem okkur kemur andsk... ekkert við! Og hananú!)
Hirðkveðillinn
*(loksins, loksins fékk ég að vita það!Þökk sé ítrekuðum upplýsingum og þeim bráðnauðsynlegum, vegna stjórnarmyndunarinnar. - já, já svo má alltaf fela sig á bak við fyrsti samkynhneigði.... bla, bla...)