16 janúar, 2009

Fröken Júlía flýgur heim

Til föðurlandsins flaug ég fyrsta sinni
með farkosti frá Iceland Express. 
Ekki tel ég verði mér í minni
minning nein, sem vísa mun til þess.

(e-ið í Ice er borið fram)

2 ummæli:

  1. Sæll afi Páll.

    Þær mæðgur komu við hjá mér í nótt og létu vel af sér.

    Mikið falleg stúlka hún fröken Júlía ;)

    Kv, Begga.

    SvaraEyða
  2. Hann afi minn sem elskar mig og dáir
    varð ósköp hjartaglaður, það ég veit
    og vísuna sem orti' hann um mig skráir
    svo eigi' ég hana í Kvistholt' - afa sveit.


    Og seinna þegar sit ég í hans fangi
    þá segir hann mér frá því hvernig vann
    að yrkja þessa vísu - og sig langi
    að ég kunni 'ana - eins og hann.

    (Bloggskapur byggður á fagnaðar- og ferðaljóði - fröken Júlíu til handa)

    Hirðkveðillinn

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...