16 janúar, 2009

Fröken Júlía flýgur heim

Til föðurlandsins flaug ég fyrsta sinni
með farkosti frá Iceland Express. 
Ekki tel ég verði mér í minni
minning nein, sem vísa mun til þess.

(e-ið í Ice er borið fram)

2 ummæli:

  1. Sæll afi Páll.

    Þær mæðgur komu við hjá mér í nótt og létu vel af sér.

    Mikið falleg stúlka hún fröken Júlía ;)

    Kv, Begga.

    SvaraEyða
  2. Hann afi minn sem elskar mig og dáir
    varð ósköp hjartaglaður, það ég veit
    og vísuna sem orti' hann um mig skráir
    svo eigi' ég hana í Kvistholt' - afa sveit.


    Og seinna þegar sit ég í hans fangi
    þá segir hann mér frá því hvernig vann
    að yrkja þessa vísu - og sig langi
    að ég kunni 'ana - eins og hann.

    (Bloggskapur byggður á fagnaðar- og ferðaljóði - fröken Júlíu til handa)

    Hirðkveðillinn

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...