16 janúar, 2009

Þreyttir spurningaþættir

Það virðist vera svo að spurningaþátta, og sjálfsagt annarra þátta líka, sem byrja vel og eru þannig góð skemmtun, bíði þau örlög að þreytast fljótt. Þetta gerist samhliða því að metnaður vex, hvort sem um er að ræða framhaldsskóla eða sveitarfélög. 

Ég þurfti að koma þessu frá mér eftir að hafa horft á fremur óskemmtilegan (leiðinlegan) þátt af Útsvari. Það er engu líkara en keppendur sumra liða séu búnir að koma sér upp kerfum til að takast á við spurningar (hlaupa strax á bjöllu og nota táknmál við leikna fyrirbærið). Húmorinn er að hverfa úr þessum þætti, en það var einmitt aðall hans. Ekki skemmtilegt.........
Það sama á við um Gettu betur, sem er að verða heldur betur þreytt fyrirbæri, þar sem ákveðnir skólar tefla fram allt að því atvinnumönnum til að halda upp heiðri sínum.

Ég held að það geti verið góð hugmynd að endurtaka svona lagað ekki, heldur gera eitthvað nýtt á hverju ári.

Spurt er og svarað í belg,
um stund, og biðu.


2 ummæli:

  1. Spurt er og svarað í belg
    um stund, og biðu
    örlítinn vaða menn elg
    og iðka siðu
    er hugnast mér ei og held
    með hreint ekki neinum.
    Leiddist mér leikur í kveld
    -og langt frá - einum!

    (Bloggskapur um þreytta þætti í fjölmiðlum)

    Hirðkveðillinn.

    SvaraEyða
  2. Alveg er ég hjartanlega sammála um þessa þætti. Það er ekki nóg með að keppendurnir eru sumir orðnir svo kappsamir að sjarminn sem var á þessum heimilislega þætti er horfinn heldur virðist sem spyrlarnir séu líka hættir að hafa gaman af þessu. Þáttur sem fór vel af stað að mínu viti, lét mér líða vel því ég vissi flest svörin og ávallt var beðið eftir næsta þætti, gleymist núna oft og þá er ekki einu sinni spáð í að ná endursýningunni á honum.
    Bkv. Aðalheiður

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...