Fyrst tók ég frá það sem engan veginn kom til greina:
- eitt framboð sem er þess eðlis að ég hefði talið líklegra að ég gengi fyrir björg en stimpla stafinn þess á seðilinn sem ég hafði til að kjósa á.
- eitt framboð sem er einhversstaðar langt út úr öllu samhengi við raunveruleikann sem við lifum og álíka líklegt að finna krækiber í helvíti og að það fyrirbæri nái inn manni - því atkvæði kastað á glæ, engum til gagns.
- eitt framboð sem virðist helst fá fylgi þeirra sem eru eitthvað ósáttir við það fyrst nefnda og virðist þar að auki ekki líklegt til stórra afreka.
- eitt framboð sem er ekki neitt neitt neitt neitt - atkvæði út um gluggann.
- eitt framboð sem sem sjálfsagt man fífil sinn fegri en sökk ofan í spillingar og fjárglæfrafenið og er þar enn þrátt fyrir tilraun til að klæða sig í ný föt.
Þá eru tvö framboð eftir og ég verð að viðurkenna, að ég hef svo sem ýmislegt að athuga við þau bæði. Þau eiga það samaeiginlegt, að bæði eru höfuðandstæðingar þess fyrst nefnda að ofan og það er jákvætt. Mitt atkvæði skyldi ég nota þannig, að það væru líkur á að það nýttist gegn því hörmungarfyrirbæri sem þessi þjóð þarf að burðast með.
Þegar ég var búinn að vega og meta þessi tvö framboð á ýmsum forsendum varð niðurstaðan sú, að ég kaus.................
x
x
x
x
x
x
x
x
x
x
x
x
x
x
x
A N N A Ð Þ E I R R A
- he he
Ekki það að flestir þeir sem þekkja mig viti ekki nokkurn veginn hvorum megin hjarta mitt slær.
Sálarsala?
Ungur samverkamaður sagði við mig í dag að hann væri sterklega og í alvöru, að velta fyrir sér að skrá sig í tiltekinn stjórnmálaflokk og tryggja þar með örugga framtíð sína og framgang ínnan stjórnkerfisins. (Hann er harður andstæðingur flokksins, hinsvegar)
Aðgerð af þessu tagi tel ég að jafngildi því að selja sál sína og til slíks hef ég ekki geð. Ef mönnum er ekki annt um sálarheill, þá er þetta valkostur.
Góð ráð:
Að lokum, fyrir þau ykkar sem enn hafið viku til að ákveða ykkur:
Lesið endilega umfjöllun mína um framboðin, sem ég birti hér fyrir nokkru. Gætið þess bara, að lesa allar þeirra nema tvær meða algerlega öfugum formerkjum, þá mun valið verða ykkur auðvelt.
Það fyndna við þessa upptalningu er að atriði 1, 2, 4 og 5 eiga líklegast öll við það sem ég tel að númer eitt eigi að vera :) Sem er áhugavert útaf fyrir sig.
SvaraEyðaÞessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
SvaraEyðaJá, ég tel víst að þú hafir kosið rétt og það ætla ég líka að gera.
SvaraEyðaHverns vegna kýst þú utan kjörfundar, ef mér leyfist að spyrja? Finnst þér ekki stemming í því að mæta í Aratungu, spjalla við dyravörðinn og þá hina sem bíða?
Bkv. Aðalheiður
DK - í það fer helgin
SvaraEyða