12 apríl, 2009

Hrossahlátur á páskadag


Ég var sendur í enn eina ferðina til að ná góðri mynd af snoppunni á þeim rauðnösótta á þessu ágæta páskadegi. Myndaði í gríð og erg þar til fyrirsætan var farin að velta fyrir sér hverju þetta sætti. Eigum við ekki bara að hafa það svo, að hún hafi spurt mig beint og að ég hafi gert grein fyrir því að þetta væri allt í þágu listarinnar.
Það skipti allavega engum togum, sá rauðnösótti rak upp hrossahlátur og ætlaði aldrei að hætta. Svo endaði hann á því að reka út úr sér tunguna á þetta allt saman.

Það virðist ljóst af þessum myndum, að ekki er vanþörf á á fara að huga að tannhirðunni.

Ég hef fengið staðfestingu á því að hér er um að ræða Þann Rauðnösótta.

3 ummæli:

  1. Sæll Páll

    Þetta eru alveg svakalega flottar myndir hjá þér og ekki er fyrirsætan af verri endanaum, enda ættaður frá Neðra-Ási í Skagafirði, ræktandi Jón Garðarsson :)

    Kveðjur úr efra Holtinu!

    SvaraEyða
  2. Rosalegar flottar myndir af Blesa.
    Gleðilega páska öllsömul.
    Kveðja frá fólkinu í neðra.

    . Sigrún

    SvaraEyða
  3. Hann er með tannstein, anga Ho-ho!

    Ætla ekki að yrkja neitt núna um það sem mér detur í hug....

    Hirðkveðillinn huglausi

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...