05 apríl, 2009

Hvernig velur maður? (4)


Ekki hvarflar að mér að skilja lesendur eftir með þá grillu í höfðinu, að ég ætli mér ekki að leita jákvæðra ástæðna fyrir því að kjósa aðra flokka, hreyfingar eða framboð, en þau sem þegar hafa verið kynnt til sögunnar. Á þessum degi mun ég gera grein fyrir því hversvegna ef til vill er ástæða til að kjósa 2 framboð til viðbótar og þá verða þau orðin átta, sem kynnt hafa verið, en 7 sem eftir standa.

Ég verð að viðurkenna að sú ákvörðun Tungnamannanna tveggja sem voru leiðandi innan L-listans um að hætta við framboðið, var óleikur í minn garð, þar sem ég hafði lagt ómælda vinnu í að tína fram ástæður fyrir því, að ljá listanum atkvæði. Sú vinna er nú fyrir bí, en ég verða samt að vera jákvæður.



BORGARAHREYFINGIN (O)
1. Mér finnst það hreint út sagt fallegri hugsun en orð ná að lýsa, að stjórnmálahreyfing skuli ætla að leggja sig niður þegar hún hefur náð markmiðum sínum.
2. Ég get ekki annað en hlakkað til að geta farið að taka þátt í að semja nýju stjórnarskrána. Þar mun ég sannarlega ekki láta mitt eftir liggja. Ég sé líka fyrir mér, að stórir skarar hinnar upplýstu þjóðar muni leggja sitt ótæpilega af mörkum.
3. Einn megin talsmaður hreyfingarinnar sótti einu sinni um skólameistarastöðu í ML. Bara það að hafa áhuga á svo áhugaverðum stað, segir meira en mörg orð.
4. Efnahagshrunið verður rannsakað ofan í kjölinn með trúverðugum hætti. Dásamleg hugsun og til sóma. Þessi þjóð verður í fjötrum þar til fyrir liggur hvað gerðist, hver olli og hverjir þurfa að sæta ábyrgð og hver ábyrgðin verður,
5. Það er óendanlega góð hugsun, að hreyfingin á enga sögu og byrjar nú göngu sína undir merkum allst þess góða sem við viljum að gerist.
6. Merki hreyfingarinnar er afar skemmtilegt.


LÝÐRÆÐISHREYFINGIN (P)
1. Þessi hreyfing er eitthvað það framsýnasta fyrirbæri sem Ísland hefur eignast.
2. Ég vel hiklaust þá sem munu stuðla að því að það komi hraðbanki í Laugarás.
3. Ég get ekki annað en dáðst að því hve forystumaður hreyfingarinnar kemur alltaf vel fyrir, er jákvæður og málefnalegur í málflutingi sínum. Klassamaður, enda afar reyndur í framboðsmálum og þjóðin hefur reynst hafa trú á honum.
4. Loksins, loksins, er kominn vettvangur fyrir mig til að bjóða mig fram til forystu á vettvangi Alþingis, þar sem ég get síðan tekið við lagafrumvörpunum sem þjóðin sendir mér í gegnum hraðbankana.
5. Ég á bara  erfitt með að tjá mig yfirvegað um allt það sem ég tel vera jákvætt við þessa hreyfingu fólksins í landinu.
6. Listabókstafurinn er eiginlega punkturinn yfir i-ið - ekki spurning: xP

--------------------------------------

Ekki veit ég hvort áframhald verður á allri þessari jákvæðni minni. Það er allt eins líklegt að næst ákveði ég að finna þessum framboðum allt til foráttu. Það er svo sem harla auðvelt. Þangað til bið ég fólk að vera jákvætt og láta sig hlakka til að negla þetta lið í kosningunum eftir nokkrar vikur.




1 ummæli:

  1. Lýðræðishreyfingin X-P er eitthvert flottasta framboð sem fram hefur komið síða Diskó-listinn bauð fram í Árborg. Svo er hraðbankavæðing strjórnsýslunnar svo svöl hugmynd...og tilhugsunin um forstöðumanninn sletta tómatsósu á Beggu og alla hina í héraðsdómi eykur bara traustið á XP - Hraðbankahreyfingunni :)

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...