09 apríl, 2009

Lítið eða stórt líf



Það er einkennilegt, en þó ekki, að mikilvægi lífs er afstætt. Sumir mundu segja, að sumt líf sé mikilvægara og rétthærra en annað, en þá hljóta þeir alltaf að vera að miða við sjálfa sig.
Það líf sem stendur þér næst er þér alltaf mikilvægast, óháð því hvers eðlis það líf er.

Tumi var bara fugl og nú er lífi hans lokið og hann hefur fengið virðulega útför í samræmi við tengsl þau sem hann hafði við mannfólkið sem annaðist hann og naut góðs af lífi hans.

Tumi hvílir nú í Sigrúnarlundi í Kvistholti.

2 ummæli:

  1. Tumi flaug til fugla-Guðs
    feginn kvaddi lífið puðs
    gladdi margan, góðlyndur
    greinilega litfagur.
    Roggin svipur rjóð hans kinn
    - reist' eg kross við legstaðinn.

    R.I.P.
    H.Í.F. (íslenska útgáfan)
    (Bloggskapur um mikilvægi lífs)

    Hirðkveðillinn.

    SvaraEyða
  2. Já, litli kúturinn kominn í sveitina þar sem honum leið alltaf best :)

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...