10 apríl, 2009

Sex í sveit - a la Bisk

Fyrst og fremst finnst mér að virðingarvert að fólk skuli leggja það á sig, af áhuganum einum saman, að setja upp leikrit hér í sveit ár eftir ár. Ég veit það hinsvgar af fyrri reynslu minni og þátttöku í svona löguðu, að fyrir þetta fólk snýst þetta hreint ekki um kvöð, heldur einskæra ánægju; skemmtunin er ekki síður þeirra en okkar hinna sem fáum að fylgjast með afrakstrinum.
Heimaverandi Kvisthyltingar gerðu sér ferð í leikhús í gærkvöld. Leikdeild Umf. Bisk. sýnir þessa dagana hinn vel þekkta farsa: 'Sex í sveit'.
Eins og farsa er siður gengur þarna allt með einhverjum ólíkindum - söguþráðurinn er snúinn og undinn einhvernveginn utanum um hið vinsæla og klassíska þema, sem framhjáhald er.
Skemmst er frá að segja að þetta var hin ágætasta skemmtun og eins og vill verða við þær aðstæður þar sem maður þekkir alla leikendur meira og minna, eykur það umtalsvert við skemmtanagildið.
Frammistaða leikendanna var auðvitað misjöfn, en alltaf nógu góð. Besta valdið að farsatöktum fannst mér þau hafa, Sigurjón Sæland og Íris Blandon, en þetta svið leiklistarinnar er ekki hið auðveldasta að takast á við.
Þá fannst mér sérlega gaman á sjá Bjarna á Brautarhóli í hlutverki kraftajötuns.

Skemmtilegt hve margir lögðu leið sína í Aratungu í gærkvöldi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...