Ég hlýt að viðurkenna, að það er til fátækt fólk sem á erfitt með að ná endum saman af ýmsum ástæðum. Það er endalaus barátta að koma málum svo fyrir, að slíku verði útrýmt. Fátækt getur hinsvegar ekki verið afsökun fyrir hverju sem er, eða hvað?
Ég hef áður fjallað um það á þessum vettvangi, að mér finnist ýmislegt athugavert við barnauppeldi og umönnun á þessu landi. Í fréttum áðan fékk ég enn eina staðfestinguna á því sem ég hef sagt þar um. Þar var fjallað um slæmt ástand í tannhirðumálum hjá börnum. Þarna var sökinni alfarið hent yfir á stjórnvöld og það má svo sem alveg. Það var hinsvegar ekki vikið einu orði að því að tannhirða barna eigi ef til vill ekki síður og jafnvel miklu frekar að vera á ábyrgð foreldra. Ég vil halda því fram að tennur í tveggja ára barni séu ekki í rúst vegna þess hve illa stjórnvöld standa sig. Tannburstakaup hafa aldrei riðið neinum að fullu og ekki heldur lítil lús af tannkremi á þennan bursta daglega og 3ja mínútna vinna foreldris við burstun, svo ekki sé nú minnst á það sem börnin fá að setja upp í sig. Ætlar einhver að halda einhverju öðru fram?
Umfjöllun um barnauppeldi fjallar langoftast hvað opinberir aðilar eru vondir við barnafjölskyldur. Foreldrarnir virðast alltof oft vera stikkfrí; opinbera jafnvel skelfilega vanrækslu sína fyrir alþjóð undir því yfirskini að allt sé ríkinu að kenna - og fjölmiðlarnir ýja ekki einusinni að því að þar geti verið að aðrir véli um.
Hrmmmpf
Sammála öllu sem hér stendur.
SvaraEyðaDietrich bað að heilsa :)
SvaraEyða