17 maí, 2009

Upp og ofan

Margt má segja að hafi verið nokkuð jákvætt við þessa helgi. Það sem stendur upp úr er það afrek mitt að ljúka nánast alveg yfirferð á þeim prófum sem ég lagði fyrir á þessu vori. Ég verð að vísu að viðurkenna, að það var aðdáunarvert átak að tvennu leyti: 
Annarsvegar get ég ekki með réttu haldið því fram að mér finnist gaman að fara yfir próf (það er reyndar fremur lítt aðlaðandi athöfn), en ég lét mig hafa það á þeirri forsendu, að undan því verki verður ekki komist. 
Hinsvegar léku sólin og fuglarnir og vori fagnandi gróðurinn við hvurn sinn fingur, sem hafði frekar neikvæð áhrif á inniveru. 
---------
Ég minnist hér með lítillega á Evrósjón þó það sé að bera í bakkafullan lækinn. Þetta er allt bara ágætt, en ég er nú samt þeirrar skoðunar það það sé ekkert til sem heitir "slæm umfjöllun" (bad publicity). Þetta land vort hefur verið að vörum Evrópubúa í allan vetur og ekki af sérlega góðum ástæðum. Er ekki hugsanlegt að nýfengin snerting Evrópuþjóða við okkur hafi haft einhver áhrif á atkvæðagreiðsluna? 

Sólar var þessi sunnudagur
sæluríkur að mestu.


2 ummæli:

  1. Einhverrahluta vegna minnir Eurovision og Kvistholt mig á skyndibita sem ég bæði sakna og hugsa með mér að sé líklegasta það óhollasta sem ég hef borðað. Djúpsteiktar rækjur með cocktailsósu sem ídýfu....... mmmmmm goood times!

    SvaraEyða
  2. Sólar var þessi sunnudagur
    sæluríkur að mestu:
    er ég geystist ekki ragur
    yfir próf - af festu.

    (Bloggskapur um ákaflega óyndislega iðju)
    Hirðkveðillinn

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...