Ef hann hinsvegar beinist að einhverjum öðrum, skiptir máli hvað það er sem er fyndið. Það er t.d. í góðu lagi að finnast það fyndið þegar einhver segir eitthvað sem hann vonar að sé þess eðlis að fólk hlæi að því. Það hins vegar síður í lagi ef manni finnst það t.d. fyndið þegar einhver stamar eða verður eitthvað á sem hann kann að skammast sín fyrir.
Synir okkar Benedikts, alræmdir knattspyrnumenn í knattspyrnuliðinu Biskup, stóðu frammi fyrir því í vor, að ákveða hvaða heiti skyldi vera aftan á knattspyrnutreyjum þeirra í liðinu, svona eins og t.d. Charlton eða Ronaldo.
Þaim fannst að það þyrfti að vera eitthvað fyndið.
Niðurstaðan varð sú sem hér má sjá:
Hér gefst sem sagt færi á að velta fyrir sér hvað það er sem gerir það að verkum að þessi niðurstaða telst fyndin í hugum knattspyrnumannanna.
Ef maður skoðar fyrst hugsanlega jákvæða fyndni þá mætti til dæmis nefna eftirfarandi:
a. Feðurnir eru svo öflugir, að með tengslin við þá á bakinu fyllast andstæðingarnir lotningu.
b. Piltarnir líta á sig sem verðuga arftaka fyrrverandi knattspyrnustjarna í U.m.f. Bisk.
c. Nafngiftin tengir piltana við sameiginlegan uppruna í gamla unglingnum, frekar en feðrunum.
Með sama hætti má skoða hugsanlega neikvæða fyndni sem kann að búa þarna að baki. Það er ekki laust við, ef dæma má af svipnum á þeim félögum hér fyrir neðan, að slíkt sé jafnvel möguleiki. En hvað væri þá um að ræða? Hugsanlega þetta:
a. Þessir feður þeirra hljóta að vera komnir að fótum fram, með þá svona í blóma lífsins.
b. Ef menn þekkja feðurna þá sjá menn að þeir eru föðurbetrungar - í það minnsta að því leyti er varðar hárafar.
c. Fyndin nöfn - ha ha - Benni Skúla og Palli Skúla - ha ha.
Þetta kemur allt í ljós - eða ekki - eða þannig.
Mér finnst þetta líka fyndið, en af hverju veit ég ekki :)
SvaraEyðaKv, eldri dóttir Benna Skúla.
Þig vantar þriðjunginn til að fullkomna heilaga þrenningu :)
SvaraEyðaMinn fékk sér líka bol sem á stóð - "sonur Skúla"
Maður varð að spila úr því sem var við hendina :)
SvaraEyða