04 ágúst, 2009

"Afhverju stendur 5. ágúst á miðanum?"

Stundin er 3. ágúst kl. 17.00.
Staðurinn er Gardemoen flugvöllur, einhvers staðar nálægt 60 km norðan Osló.
Tilefnið er heimferð eftir sérlega góða viku hjá Norsurunum okkar.
Næsta stopp er Kaupmannahöfn þar sem meiningin er að gista eina nótt áður en stefnan er tekin á landið góða um hádegi á morgun.

Það kannast væntanlega flestir við þá tilfinningu sem felst í því að sjá framundan einhvern endapunkt, t.d. að sumarfríið eigi að hefjast á föstudaginn. Við þær aðstæður á maður erfitt með að ímynda sér að þurfa fyrirvaralaust að bæta við einni vinnuviku. Slík tilhugsun er fremur óþægileg.

FD er, eins og hennar er von og vísa, að kanna eina ferðina enn, hvort flugið á morgun sé ekki örugglega kl. 12.50. Í leiðinni kíkir hún einnig á dagsetninguna, svona formsins vegna. Það er þá sem spurningin kemur; spurningin sem mótaði fyrirsögnina þessu sinni.

Það þarf varla að lýsa því sem gerist í framhaldinu. Við missum af því þegar flugvélin til Prag fylltist farþegum og flýgur á braut. Okkur finnst það ekkert mál þótt fluginu til Kaupmannahafnar seinki um s.s. hálftíma. Tilhugsunin um, að á morgun á sama tíma verðum við að renna í hlað í Kvistholti, gufar upp eins og regndropi á sólbökuðu malbiki.

--------------

Það hefur tekist furðu vel að vinna úr þessu áfalli, enda okkur ekki í kot vísað hjá Höfðum Íshæðinga. (þá bið ég hér með forláts á því að hafa stolist í tölvuna þeirra).

Nú er búið að endurstilla, búið að margtékka á brottfarartíma, búið að láta hagsmunaaðila vita.

Allt er klárt.

1 ummæli:

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...