07 ágúst, 2009

Það hafði rignt um morguninn.....

.... en síðan létti til undir hádegið og skall á með úrvalsveðri til að heimsækja Akershus virkið (Akershus festning), sem stendur á hernaðarlega mikilvægum stað við höfnina í Osló. Þarna munu konungar Noregs hafa búið, líkega fram á 17. öld.


Það vildi svo vel til að þegar við stigum fæti inn í virkið voru að hefjast vaktaskipti varðmannanna sem gæta þessa merka staðar eins og sjáaldra augna sinna. Það varð fljótt ljóst, að ekki voru hér á ferð hermenn sem höfðu hlotið eldskírn sína í stríði, heldur virtust þetta allt vera svona rétt rúmlega grunnskólanemar.
Hér er hluti þeirra varðmanna sem mér virtist að biðu þess að vera leystir af.


Það fékk ég staðfest þegar annar hópur varðmanna kom marsérandi og stefndi átt til félaga sinna.


Það þarf varla að taka það fram, en búningar þessa unga fólks voru afar glæsilegir, örugglega nýkomnir úr hreinsun og pressun og skórnir sannkallaðir blankskór, nýpússaðir svo sólageislarnir endurspegluðust í augu talsverðs hóps viðstaddra, en ferðamönnum þykir alltaf gaman að fylgjast með vaktaskiptum varðamanna við konugshallir.

Loks stóðu hóparnir tveir andspænis hvorum öðrum og liðþjálfi steig fram og öskraði, eins og liðþjálfar eiga að gera, (ein, tveir og smella hælum!!! - eða eitthvað þvíumlíkt) skipanir um að nema staðar.


Þegar liðþjálfi segir hermanni að nema staðar, þá nemur hann staðar, hvar sem hann er staddur. Þegar hann segir hermanni að smella hælum, þá smellir hann hælum (stappar fast í jörðina). Örlög eins varðamannanna voru síður en svo eftirsóknarverð við þessar aðstæður. Þegar honum var skipað að stansa þá stóð hann ofan í polli og gat sig þaðan hvergi hrært. Þegar honum var síðan skipað að smella hælum, þá stappaði hann í miðjan pollinn og gusurnar gengu yfir gljáandi skóna og stífpressaðar buxurnar, ekki bara hans heldur einnig félaga hans. Þegar hér var komið áttu einhverjir hinna ungu varðmanna nokkuð erfitt með að halda alvöruþrungnum svip og áhorfendur skemmtu sér konunglega. Varðmaðurinn ungi laumaðist til þess, smátt og smátt og færa fótinn upp úr pollinum, eins og hér má sjá:



Þegar hér var komið varð nokkur bið á framhaldinu. Einhverjir varðmannanna marséruðu burtu en hinir stóðu áfram hreyfingarlausir um alllanga hríð. Eins og sjá má á Íslendingunum sem þarna voru viðstaddir, var þessi bið orðin nokkuð erfið. Þeir skimuðu í kringum sig eftir einhverjum vísbendingum í umhverfinu um framhald málsins.



Þar kom loks, að 4 varðmenn komu marsérandi til hinna sem fyrir voru.




Enn hóf liðþjálfi að öskra skipanir um að gera hin og þessi trix með byssunum, m.a. að setja á þær byssustingi (sem einn reyndar klúðraði nokkuð vel) - og að smella hælum (stappa niður fæti). Það var nákvæmlega það sem fremur illa þenkjandi áhorfendur höfðu beðið eftir.



|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
\/






Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...