11 ágúst, 2009

Síðasta raunverulega tækifærið til að sinna því sem sinna þarf

Ég hef ákveðið að leggja ekki í að skrifa ferðasögu frá 3gja Norðurlanda reisu sem er nú afstaðin. Það geri ég af tveim ástæðum:
1. Það nennir enginn að lesa þá langloku sem úr því yrði.
2. Ég hef ekki nægilegt andrúm til að sinna því eins og þörf væri á.
Læt mér nægja að þakka þeim sem sátu uppi með okkur þann tíma sem þarna var um að ræða og gerðu sitt til að þetta var bara alveg ósköp ánægjulegt.

Ég læt mér nægja að vísa á myndir frá þessum tíma, en þær segja oft meira að annað.

Loks ætla ég að bölsótast lítillega yfir svikinni vöru.
Stórfenglegar aðgerðir hafa átt sér stað í kjallarageymslu hér á bæ. Hluti þeirra hefur verið að slípa gólf, mála og lakka loks yfir. Þetta höfum við Kvisthyltingara gert áður með góðum árangri. Eftir leiðbeiningar frá starfsmanni stórverslunar á Selfossi var mælt sérstaklega með PINOTEX lakki til að tryggja góða endingu á gólfinu. Gólfið var lakkað fyrir 3 dögum. Það sem hefur gerst síðan að lítilsháttar tilfærslur hafa átt sér í geymslunni. Afleiðingarnar voru þær að hvar sem eitthvað komst í snertingu við þetta bévítans lakk þá flagnaði það af. Þá vildi svo illa til, að lítilsháttar vatnsleki átti sér stað með þeim afleiðingum að "lakkið" bólgnaði upp.
Það má öllum vera ljóst, sem fylgst hafa með skrifum á þessari síðu, að hér er engrar sakar að leita hjá mér. Þó nú væri!

Það var svo nú í morgun, að fD taldi rétt að skella sér í sólbað (alltaf sól í Laugarási). Henni fannst við hæfi, að ég gerði slíkt hið sama, sem ég hafnaði góðlátlega, þar sem ég taldi þeim örskamma tíma frelsis sem eftir er, betur varið í að sinna ýmsu því sem þarf að sinna áður en haldið er til starfa í fyrramálið.


2 ummæli:



  1. Skemmtilegar myndir :o) Takk fyrir samveruna - alltaf gaman ad fá ykkur í heimsókn.

    Bkv.
    Ása og strákarnir

    SvaraEyða
  2. Hæ,hæ.
    Þú átt að nota gólfmálningu frá Flugger litum hún svínvirkar og ekkert vesen.
    Kærar kveðjur.
    Sigrún

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...