16 ágúst, 2009

Jú, einhverjir höfðu bætt á sig ýmsu.

Ég hef haldið því fram að fésbókin væri heldur ónauðsynlegt og gagnslaust fyrirbæri. Það er orðið svo að þarna virðast margir ekki hafa annað að gera en takast á við ýmiss konar persónuleikapróf og þeir eru auðvitað frjálsir að því - þó nú væri. Minn vandi er bara, að ég hef engan áhuga á að vita hversu mörg prósent vondur einhver 'vina' minna er, eða hvað það er sem þeir eru að finna þarna út um sjálfa sig og láta okkur hin vita.

Jæja - ég hef komist að því, eftir allt saman að bókin getur gert gagn. Í gær var blásið til hátíðar í Laugarási. Hún varð til með hópsmyndun á fésbókinni og var fyllilega tímabær. Það var sérlega gaman að sjá þarna ýmsa þá sem hér undu sér í einhverri fortíð. Þarna gafst færi á að rifja upp þann tíma sem hver og einn átti hér sameiginlegan með einhverjum öðrum. Vissulega vantaði talsvert á að fulltrúar allra tíma væru þarna, en því fleiri tilheyrðu öðrum og gátu því rifjað umm nokkuð nákvæmlega það sem á dagana dreif og þá aðallega það sem foreldrarnir vissu ekki af.
Kvöldið var grillkvöld og síðan þannig kvöld sem oft fylgir grillkvöldum. Allt var þetta í mesta bróðerni og margt skrafað.

Leiðsögumaður og aðalupprifjandi og örnefnasérfræðingurinn var Bjarni bóksali og gerði hlutverki sínu góð skil.
Frumkvöðlum að hátíðinni ber að þakka.

Myndir hef ég sett hér - svona fyrir áhugasama.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...