08 nóvember, 2009

Eitt leiðir af öðru, eða litli fingurinn.

Eins og áður hefur komið fram hér, var gerður um það samningur milli fyrrverandi kórstjóra við dómkirkjuna í Biskupstungum, að svokallaður Berlínarkór eða Tungnaraddir skyldi syngja eina messu í Kristskirkju í Landkoti , þar sem kórstjórinn starfar nú, með kór kirkjunnar.
Messan var keyrð í gegn, engin vandamál þar, enda vant fólk. Það var það sem fram koma í í aðdraganda messunnar sem kom nokkuð á óvart, þó svo það hefði ekki átt að gera það, ef litið er til þess hver umræddur kórstjóri er.
Það var sem sagt gert ráð fyrir því að frumeindir fyrrverandi dómkórs í Biskupstungum tækju þátt í aðventutónleikum í Kristskirkju.

Ég þurfti nú að melta þetta mál lítillega með sjálfum mér áður en ég komst að þeirri niðurstöðu, að þetta væri líklega bara skemmtileg hugmynd.

Þeir Kristskirkjumenn munu ekki hafa haldið aðventutónleika áður, en við, sveitafólkið, erum hinsvegar hokin af reynslu, með mikið forðabúr af allskyns aðventu- og jólatónlist í langtímaminninu.

Það var aldrei raunveruleg spurning um það hvort við fD létum dragast inn í þetta mál. Æfiingar verða miðsvæðis, í Hveragerði, í hóflegum mæli, en tónleikar í byrjun desember.
Ég taldi eina tólf til fimmtán hokna sveitamenn í Hveragerði í dag.

Nú bíð ég spenntur eftir því hverju kórstjórinn finnur upp á næst, en einhvern veginn held ég nú að það styttist í samstarfinu - þó skemmtilegt sé.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...