27 desember, 2009

Jóla-Laugarás í HDR

Þegar enginn er snjórinn til að skapa jólastemningu, sem er þess virði að festa á mynd, verður að grípa til annarra ráða. Það gerði ég í það minnsta.
Það er alllangt síðan Berlínarmaðurinn náði sér varla fyrir spenningi sem tengdist uppgötvun hans á fyrirbærinu HDR, sem er tiltekin tegund ljósmyndunar. Hana er hægt að framkvæma með ýmsum hætti, mis einföldum í framkvæmd. Ég er inn þeirra sem bý svo vel að eiga Canon 400D, mikinn öndvegis grip, sem getur framkvæmt þetta í einni aðgerð. Það gerist þannig, að vélin er stillt með viðeigandi hætti og síðan komið fyrir á þrífæti. Þá er smellt og vélin tekur þrjár myndir í röð með mismunandi lýsingu: fyrsta myndin eðlileg, næsta undirlýst og sú þriðja yfirlýst. Myndirnar eru síðan settar saman í eina með viðeigandi forriti í tölvu.
Ég fór í lítinn göngutúr um Laugarás og tók myndir með þessari aðferð, jólamyndir.

Hér eru tvö dæmi:


2 ummæli:

  1. Magnadar myndir :)
    Bestu kvedjur til ykkar allra
    Rannveig og co.

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir það - hátíðarkveðjur í bæinn.

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...