25 desember, 2009

Norsk innmat og Starbucks


Hvað er annað að gera á jóladegi en að njóta hans til hins ý/ítrasta. Maður hellir upp á jólakaffið frá Starbucks, skellir í sig norsk svinekjött og lammelaar með hangikjötinu. Svona fer maður að því að njóta þess að vera alþjóðlegur til munns og handa.

Á eftir mælir maður síðan blóðþrýsitinginn og kemst að því að hann gæti verið betri - þ.e.a.s. stundum (ég er búinn að tengja, með óvéfengjanlegum hætti saman sælgætisát og háþrýsting). Ákveður að gera ekkert, þó ekki væri nema til að reyna að lækka þrýstinginn.
Ilmurinn af hýasintunum fyllir loftið og í útvarpinu hljómar stemningstónlist.

Jóladagur

Af einhverjum ástæðum eru messuferðir orðnar fátíðar á þessum bæ, en það er úrval af slíku á öldum ljósvakans.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...