17 desember, 2009

Upplýstur

Ég er ekki forvitinn maður að eðlisfari, en notaði þó tækifærið til að afla mér og öllum hinum líka, fróðleiks þegar Hveratúnssystkinin komu hér saman til nokkurskonar aðventusamkomu fyrir tæpri viku.
Fróðleiksfýsn mín snéri að því hvernig systkinabörn mín hefðust við.
Það hefur nefnilega verið þannig með sum þeirra, að maður veit að þau eru til, og nokkurnveginn hvar þau halda sig, en fátt umfram það.
Þarna náðust, sem sagt fram, töluvert nákvæmar upplýsingar um allt sem er í gangi í þessum nítján manna hópi og sem foreldrarnir vita um, sem reyndist nú í sumum tilfellum nokkuð gloppótt, en í öðrum ofurnákvæmt.

Ég er margs vísari um ýmislegt, eftir þetta kvöld. Aha!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...