12 janúar, 2010

Annar hluti þess sem lítið er og stórt

Síminn hringdi og Óslóarangi Kvisthyltinga kynnti til sögunnar glænýjan mann, sem beðið hefur verið um nokkra hríð, með tilhlökkun hjá þeim sem enga, eða takmarkaða ábyrgð bera, og tilhlökkunarblandinni áhyggjukvíðaröskun hjá þeim sem þarna voru að eignast sitt fyrsta barn. Þau vita það sannarlega að framundan eru spennandi tímar minnkandi persónufrelsis, en ætli maður verði ekki að reikna með að þau séu fyllilega búin til slíks. Þau vita það væntanlega einnig, að jafnframt því sem þau missa eitthvað við svona nokkuð, þá birtist eitthvað annað í staðinn, margfalt stærra og verðmætara.

Hér eru ítrekaðar kveðjur okkar til nýbakaðra foreldra.



... og einnig til litla pjakksins.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...