12 janúar, 2010

Rússíbanajanúar


Eitt það versta sem komið getur fyrir á einu heimili gerðist auðvitað þegar verst stóð á og ég síst tilbúinn til að fara að velta lausn þess fyrir mér. Ég má hinsvegar ekkert vera að gera því skil nú, en mun sannarlega gera það með tilþrifum áður en langt um líður.

Það hefur áður komið fram, að nýr Kvisthyltingur bættist í hópinn í gærkvöld, en þar fyrir utan hefur lífði snúist um að reyna að vinna sem minnst, þar sem þessa dagana njótum við samvista við annan Kvisthylting, Júlíu Freydísi, Berlínarsnót, ásamt foreldrum sínum. Hér er á ferðinni kraftmikil kona, sem er farin að gera sig gildandi - verulega skemmtileg lítil manneskja.



Það er algengara en ekki að þessi mánuður líði hægar en aðrir mánuðir, en svo er hreint ekki nú - þvert á móti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...