26 janúar, 2010

Flytoget (1)

Til að tryggja örugga og tímanlega heimför frá hinni norsku höfuðborg varð um það niðurstaða, að skella sér á ferðalag með FLYTOGET til Gardemoen flugvallar. Vissulega var hægt að taka sér far með NSB á miklu lægra verði (NOK102 á mann), en talsvert óöruggara var með, hve oft slík lest stöðvaði á leið til flugvallarins.
Leigubíll á Osló S (stendur fyrir SENTRUM, sem mun merkja að þar sé aðaljárnbrautarstöð borgarinnar. Oslómaðurinn með í för, hinu miðaldra sveitafólki til halds og tausts, ef ekki skyldi allt ganga upp.
Á Oslo S þurfti að kaupa miða í Flytoget, en það var gert í sjálfsala, þar sem ég komst að því að kortið mitt var enn nothæft. Út úr söluvélinni komu tveir miðar eins og pantaðir höfðu verið.

Fyrir utan beið Flytoget og þess beið að renna úr hlaði eftir 4 mínútur. Þá lá það einnig fyrir að lestin myndi koma við í Lilleström á leið sinni til flugvallarins.
Tímaáætlun stóðst - lagt var af stað frá Oslo S, í vellystingum: þægileg sæti og skjár þar sem hægt var að lesa heltu fréttir heimsmiðlanna. Skömmu eftir brottför heyrðist engilblíð konurödd sem greindi frá ferðaáætlun; ferðin á flugvöllinn átti að taka nákvæmlega 19 mínútur.

Allt pottþétt fyrstu 13 mínúturnar; lestin leið hljóðlaust áfram að miklum hraða.
Þá heyrðist hanagal frá tösku fD (hanagal er sms hljóðmerkið í símanum hennar). Það tók nokkra stund að nálgast símann, opna hann, ná í gleraugun og fletta upp á skilaboðunum. Þessu næst tók við tímabil skeytaskriftar og að því búnu var ýtt á SENDA. Stutt stund leið.
"Ég geti ekki svarað"
Skeytið sem móttekið hafði verið, fól í beiðni um kaup á einhverju í fríhöfninni á heimleið.
"Þú verður að svara"
Þar sem ég er snillingur, að sumu leyti í að senda svona smáskilaboð, tóka ég fram fína símann minn.
"Hvað er númerið?"
Ég fékk númerið uppgefið og skráði það inn með 00354 fyrir framan.
"Skrifaðu bara: Já geri það"
Ég hóf skriftirnar. Eins og allir sjá er broddstafur í þessu svari og það kallar á vanda í mínum huga. Það sem síðan bættist við, var að nú fór Flytoget að hægja á sér. Ég var búinn að skrifa J.
"Er þetta stöðin á flugvellinum?"
Tíminn mælti með að þetta væri hún, en sú staðreynd að Flytoget hafði ekki áð í Lilleström, mælti gegn því - og ég í miðjum klíðum að skrifa JÁ!
Flytoget var greinilega að renna inn á lestarstöð og ekki ljóst hvaða stöð það var. Það var skyndiákvörðun hjá mér að breyta fyrirskipuðum skilaboðum fD úr "JÁ GERI ÞAÐ" Í EINFALT "JAMM" - í rauninni alveg jafn tjáningarríkt. Þar með ýtti ég á SENDA í þann mund er lestin stöðvaðist og við gátum lesið á skilti fyrir utan, að hér var um að ræða flugvallarstöðina. Taskan rifin ofan úr rekkanum og við héldum út í andrúmsloft flugvallarins í Gardemoen.

Það var þarna úti á brautarpallinum sem fjör færðist í leikinn, en það bíður næstu færslu.

2 ummæli:

  1. Thú ert alveg snillingur í ad halda spennunni ;o) Get varla bedid eftir Flytoget(2).

    SvaraEyða
  2. Þakka mikla trú á snilld minni við spennusagnaritun - framhaldið fer að birtast :)

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...