25 janúar, 2010

Norskfæddur ný-Kvisthyltingur

Nú er afstaðin sérstök ferð heimaverandi Kvisthyltinga til höfuðborgar Noregs (hvers handknattleikslið verður væntanlega lagt að velli n.k. fimmtudag). Tilefnin ferðarinnar var auðvitað að kynna sér stöðu mála þar eftir að í heiminn var borið barnabarn númer 2.

Sérlega var þetta skemmtileg ferð sem fær sína umfjöllun nánar síðar, þar sem megináherslan verður lögð á þau ævintýri sem þarna helltust yfir okkur.

Nú er það bar lítilsháttar af barnabarninu, sem auðvitað stendur fyllilega undir því að teljast til afkomendahóps okkar. Þetta lítilræði er, þegar hér er komið, í formi lítilsháttar myndakynningar á pilti. Foreldrarnir sjá væntanlega, bráðlega um frekari kynningu í því formi



1 ummæli:

  1. Innilega hamingjuóskir med nyja barnabarnid. Hann er yndislegur :)
    Kv.
    Rannveig og co.

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...