16 janúar, 2010

Janúarkrísa (3)

Það rann, sem sagt, smám saman upp fyrir mér ljós, eins og sagt er.
Það rifjaðist þarna upp fyrir mér, að þegar húsið var byggt, um miðjan níunda áratuginn, var það trú einhverra spekinga (við vitum nú allt um svoleiðis fólk núna - með alla kreppuspekingana okkar), að það mætti alls ekki veita afrennsli úr eldhúsvöskum eða þvottavélum í rótró, þar sem það dræpi niður gerjunina. Þar sem ég var þá vanur að treysta því sem spakir menn sögðu, hafði ég farið þá leið, að aðskilja þessar lagnir þannig, að allt sem kæmi úr þvottavélum eða eldhúsvöskum færi framhjá rotþrónni og sameinaðist síðan frárennslinu frá henni. Þarna var, sem sagt, komin skýringin á því, að það voru tengsl milli stútsins í kjallaranum og afrennsi frá þvottavél á efri hæðinni.
Þar með varð mér einnig ljóst, að það hlyti að vera stífla einhversstaðar milli stútsins í kjallaranum og sameiningarpunkts lagnarinnar við frárennslið frá rotþrónni.

Hér er teiknuð lýsing fyrir þá sem nenna að setja sig inn í hin fínu blæbrigði aðgerðarinnar sem lýst er:


Hér tók við að hugsa út næstu aðgerð - hvort sem mér líkaði betur eða verr, þá varð hún ekki umflúin.

Fyrir 20 árum keypti ég háþrýstidælu af sölumanni sem fór hér um sveitir. Hún bar nafnið KEW Hobby. Þetta ágæta tæki reyndist vel þann tíma sem ég þurfti á háþrýstiþvo góðurhús. Með þessari öndvegisvél keypti ég, á sínum tíma, langa háþrýstislöngu, sem einmitt hefði komið sér vel við þær aðstæður sem hér vou uppi. Mér varð það hinsvegar á, eftir að ræktunarkafla lífsins lauk, að setja hana til geymslu í óupphituðum pökkunarskúr. Þar af leiðir, svona eftir á að hyggja, að þetta fína dæla reyndist hafa frostsprungið þegar til átti að taka þennan sunnudag. Þar með var hún úr sögunni.

Þegar hér var komið hringdi ég í hB, en þangað hringir maður yfirleitt þegar eitthvað bjátar á í svona málum. Hann átti ekki háþrýstidælu, en einhverskonar gorm átti hann, sem ætlaður var til svona hluta, en skv lýsingu mynd hann líklegast reynast f stuttur, svo átti hann líka langa slöngu sem hugsanlegat væri að nota. Niðurstaða varð um að leita enn um sinn að háþrýstibúnaði.

Ég fregnaði af því að háþrýstidæla væri til á næsta bæ (fD aflaði sér upplýsinga um það), sem gæti verið KEW Hobby og þar með passandi fyrir háþrýstislönguna, en svo reyndist ekki vera. Þar var mér hinsvegar bent á að hafa sambandi við Gaua gas, sem væri meira en líklegur til að eiga góða háþrýstidælu, en svo reyndist ekki vera.

Svona var staðan þegar hB ók í hlað til að kynna sér málavexti frekar.
"Það er örugglega stífluð hjá þér rotþróin líka. Sturtaðu niður."
Þetta hljómaði nánast eins og Dómsdagur væri runninn upp.

Ég sturtaði niður.....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...