01 janúar, 2010

Nú er uppi nýársdagur




Það fór aldrei svo, að gamla árið næði ekki að kveðja. Stormasamt var það vissulega, en því lauk einstaklega ljúflega. Það var með eindæmum stillt hér sem víðast annarsstaðar, stjörnubjart og fullt tungl, það sem mun vera kallað blátt tungl (blue moon), af þeim sem til þekkja. Þó frostið nálgaðist 10° varð maður ekki mikið var við neinn bítandi kulda - hverju sem því er nú að þakka eða kenna. Í venjubundinni, hófstilltri skothríð hér á bæ og í nágrenninu kom auðvitað í ljós að nágrenninu var rústað.

Ekki virðist mér nýja árið byrja amalega heldur.


BRENNUSTJÓRINN, BENEDIKT

3 ummæli:

  1. Sammála síðasta ræðumanni og gleðilegt ár öll sömul. Takk fyrir níuna

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...