14 febrúar, 2010

Kraftmikið ljóð

Ég get ekki á mér setið að skella hér inn ljóði sem sú samdi, sem hefur gefið sér höfundarheitið Hirðkveðill, þegar kemur að bloggskrifum mínum. Ljóðið samdi hún (H. Ág.) í framhaldi af þessari færslu minni.

Fyrr verður enginn friður né sátt
en fangarnir sitja við gluggana þrátt
grýttir með eggjum - ég gaman hef að-
þótt geti vart leyft mér sápur og bað.

Þar sitja þeir stroknir með sífullan kvið
af saltkjöt' og flatkökum meðan að við
lifum á farsi og ferleg er nauð
að fá aðeins dagsgamalt harðneskjubrauð.

En gamanlaust vinur þá gremst mér það víst
að Guð skuli ekki í fangelsum hýst
hafa þá menn er oss hröktu í nauð
og höfðu af almúga pening' og brauð.

Hirðkveðill Kvistholts tjáir sig um tilfinningar gagnvart þeim sem sitja enn á sælum chaiselong - drekka kampavín og hafa snittur með - gott ef ekki humar!


-------------------------
Það er ekki amalegt að hafa svona hirðkveðil!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...