14 febrúar, 2010

Þorvaldsdætur og Skímó

Það er ekki hversdagslegur viðburður þegar Þorvaldsdætur koma saman allar á einum stað. Eitt slíkt tilvik átti sér þó stað fyrir skemmstu þegar sú útlenska skellti sér á klakann til að létta nokkuð á erlendum gjaldeyri í sinni eigu.

Það var í því samhengi sem hún skellti sér austur fyrir fjall með fulltingi og aðstoð þeirra tveggja sem höfuðborgarsvæðið gista.

Hér þótti mér komið tilvalið tækifæri til að festa þessar kjarnmiklu kvenskörunga á mynd(ir). Fyrirfram ákvað ég að freista þess, að láta þær fara að tilmælum mínum um tilteknar uppstillingar, án þess þó að eiga von á því að þær færu að tilmælum mínum. Mér til ómældrar undrunar gekk allt eftir sem upp var lagt með og úr þessu varð hin skemmtilegasta myndataka.

Hluta af henni má sjá hér.






Hér var reyndar allt komið í vitleysu, og fD farin að gera athugasemdir.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...