14 febrúar, 2010

Og nafnið sitt fékk hann


Eftir talsverða spennu, sem tengdist skráningu litla mannsins sem íslensks ríkisborgara og þar með að hann fengi nauðsynlega pappíra þar að lútandi, flaug Óslóarfjölskyldan (líklega án þess að fá sér hamborgara á Gardemoen) til vorlandsins í norðrinu.
Hér var (og reyndar er, þegar þetta er skrifað) stutt heimsókn, sem nýtt skyldi til þess, m.a. að festa við pjakkinn nafn, með kristnum hætti.




Meða sama hætti og var með ungrú Júlíu fyrir ári síðan, þá dugði ekkert minna en dómkirkja fyrir þessa athöfn, þessu sinni sú sem stendur í Skálholti. Það kom í hlut fD að bera hitann og þungann af öllum undirbúningi hér austan fjalls. Þetta fólst t.d. í því, að undirstinga sr. Egil, sem síðan tók að sér að undirbúa organistann. Ég sendi fjöldapóst á gamla kórfélaga, með sérlega góðum árangri, okkur til mikillar ánægju.
Allt fór þetta eins vel og á varð kosið, og við fD uppgötvuðum að ef til vill búum við ekki í of stóru húsi, þegar allt kemur til alls.

ábyrgðarfullir skírnarvottarnir

Piltur fékk staðfestingu á nafni sínu og heitir Gabríel Freyr. Auðvitað stóð hann sig með afbrigðum vel allan þennan merkisdag, sem hann væntanlega verður honum ekki sérlega eftirminnilegur, þó svo þarna væri hann stöðugt í fangi ættingja sinna og fengi engan tíma í draumalandinu.

Nú erum við aftur orðin tvö í kotinu, en horfum með tilhlökkun til sumarheimsókna til Evrópulanda.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...