23 febrúar, 2010

Verulega pirraður, en staðfastur (2)

Já, ferðin á Selfoss. 42.3 km á áfangastað. Úr því það kviknaði ekki í bílnum þegar ég kom úr vinnunni á þessu hraða sem ég nefni ekki, þá hlaut að vera í lagi að keyra á svona 60, sem ég síðan gerði, með þeim afleiðingum að eftir um 10 km akstur, fór stýrið að titra. Ég stöðvaði ökutækið til að athuga ástandið. Það reyndist eins og ég hafði keyrt á xxx km hraða síðast. ég ákvað að taka þessu bara rólega, og til að kæla bremsudiskinn, drap á bílnum og sat þarna um stund, þótti það leiðinlegt og ákveð þess í stað að lækka meðalhraðann í svona 45-50. Renndi niður glulgganum til að fylgjast betur með mögulegum óhljóðum, en þá gaus fnykurinn framan í mig. Stöðvaði aftur eftir 6 km - til kælingar, en það var ekkert orðið neitt skemmtilegra, ákvað að lækka meðalhraðann enn, niður í 40. Einhverja kílómetra ók ég þannig, en þá tók ég eftir því að hitamælirinn sem sýnir útihita, sýndi +7°C, en það var í raun um það bil -4°. Stöðvaði aftur, og ætlaði nú að láta mig hafa það að sitja bara og bíða í rólegheitum þar til bremsudiskurinn hefði kólnað. Það gekk ekki að taka áhættu á því að kviknaði í öllu saman! Þessu sinni snerti ég diskinn með fingurgómi, með þeim afleiðingum að ég skaðbrenndi mig.
Þetta hlé á akstrinum varð nú ekki mikið lengra en hin fyrri, ég komst að þeirri niðurstöðu, að það væri alveg eins gott að dóla það sem eftir var leiðarinnar á 25-30. Sem ég síðan gerði. Það breytti engu um það að itinn sem útihitamælirinn sló í +13° þegar hæst lét, án þess raunhitinn hefði breyst.

Ferðin á Selfoss tók einn og hálfan klukkutíma, þar sem ég sýndi mínar bestu hlitar sem tillitssamur bifreiðastjóri, hleypti öllum fram úr þannig að þeir yrðu fyrir sem minnstum óþægindum af aksturslagi mínu. Þar sem ég átti eftir um 15 km ók fD framúr, hnarreist á Corollunni, en hún lagði af stað niðureftir um klukkutíma á eftir mér.

Það var nokkur léttir að komast á áfangastað á óbrunninni bifreið.
Nú var ekkert annað að gera en vona að reikningurinn yrði ekki svívirðilega hár.

-------------------------------

Í dag lá síðan leið á Selfoss aftur. Eftir nokkra óvissu fregnaði ég, að það stefndi í að viðgerð lyki, og það stóðst,

Reikningurinn? Já hann er hér:


Hver er niðurstaðan? Ekki gott að segja, nema það þá helst, að viðurkenna það að þessa mánuðina hljóti það að teljast lúxus að eiga bíl.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...