01 mars, 2010

Þögull málfarsfasisti

Næst stærsta sjónvarpsstöð landsins auglýsti á besta tíma í fréttatímanum sínum í kvöld ódýrasta verðið á áskrift, eða eitthvað í þá veru. Ég veit auðvitað ekkert hvað það er; hef aldrei getað keypt ódýrt eða dýrt verð. Ég hef getað keypt ódýrt svínakjöt, í það minnsta fyrir hrun.
Í framhaldi af þessu hélt fráttatíminn áfram og í honum taldi ég, í þvermóðskufullri vandlætingu minni, eigi færri en 4 málvillur og ambögur.

Nú er það auðvitað svo, í þessu landi frjálsræðis á öllum sviðum, að maður má segja það sem manni dettur í hug, eins og manni dettur í hug. Hver sá sem rís upp eins og risaðla úr forneskju, fær að heyra það, beint og óbeint, að hann sé málfarsfasisti; hér sé bara um að ræða eðlilega þróun málsins; það sé einkenni á lifandi tungumálum að þau breytist stöðugt og það sé ekkert sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir það.

Jatla náttla bra láttetta gángifir mér, fokkitt.
Je möstaði bra komissu frámmér.
Búnaððí.
Bæ.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...