31 maí, 2010

Hlutfallslegt kvart



Það gerðist einu sinni, meðan enn gaus í E-jökli, að aska barst inn yfir Laugarás. FD var þá ekki í rónni fyrr en hún hafði verið hreinsuð af pallinum, svo hægt væri að bera á hann pallaolíu (ég) svona í tilefni vorkomunnar. Það hefur hinsvegar ekki unnist tími til verksins til þessa, vegna anna á öðrum vettvangi.



Eins og hendi væri veifað, löngu eftir meint goslok, skall á með regnblönduðu öskufalli hér í uppsveitum í dag. Það er engu líkara en maður sé að vinna með WORX í þröngu herbergi. Maður finnur fyrir öskunni í augum og munni, á lyklaborði tölvunnar, á gólfinu, á stýrinu - bara hreint allsstaðar hefur hún smeygt sér. 
Ég er búinn að sjá ástandið undir Eyjafjöllum og ætla nú ekki að reyna að líkja þessu ræfilslega öskufalli við það. Hinsvegar leyfi ég mér að lýsa óánægju minni með þessa stöðu mála. Nú þarf aftur að skúra pallinn.

3 ummæli:

  1. Ég heyrðu um daginn að bandaríski herinn kallar títtnefnt eldfjall E-15, og það finnst mér afar sniðugt :)

    SvaraEyða
  2. Þetta er verulega ógeðslegt þó lítið sé.Kv Sigrún

    SvaraEyða
  3. Öskuregnið yfir pallinn féll
    ansi mikinn fengu hjónin skell
    þurf' skúra, skrap' og bera á
    skelfing sem er erfitt líf þeim hjá.

    Inni hjá mér finn ég firnavel
    furðulega skán - úr gosi tel-
    Allt er fremur "ólekkert" -og já-
    ósköp þrifin hirðkveðilinn hrjá.

    Hirðkveðill mælir ekki með gosefnum til yndisauka.

    SvaraEyða

Eldri borgari kaupir skjávarpa (eftirmáli með Ali)

Þetta má heita framhald þessa . Eftir að ég hafði nú fengið krónurnar sem ég hafði greitt fyrir skjávarpann sem kom svo aldrei, sat ég uppi ...