08 júní, 2010

Baráttan um sálirnar

Það er þekkt fyrirbæri að einstaklingar skaði sjálfa sig til þess að yfirgnæfa þannig annan sársauka; reyna að gleyma einhverju sársaukafullu úr lífi sínu. Mér dettur þetta, af einhverjum ástæðum, afar oft í hug þessa dagana. Eina tengingin, í rauninni, er hugsunin um að yfirgnæfa, með öllum tiltækum ráðum eigin fortíð  - fortíð sem er sérlega ófögur og teygir anga sína óþægilega langt inn í nútímann. Hér er um að ræða fortíð spillingar, misbeitingar valds, vanrækslu, sérgæsku, mútuþægni og annarra svipaðra eiginleika, sem enginn, sem ég þekki, efast um að hafi átt stærstan þátt í að svo er komið fyrir þjóðinni sem komið er.

Yfir þessa staðreynd þarf að breiða og hvað er betra til þess en að gera aðra enn tortryggilegri, með því, t.d. grípa til orðskrípa (MÁSGEIT) sem síðan er hamrað á dag út og inn. Flokkurinn hefur notað þessa aðferð frá því ég man fyrst eftir mér, til að  gera lítið úr andstæðingum sínum frekar en halda á lofti eigin ágæti. "Kommi" er löngu orðið sérstakt skammaryrði og notað til að slá niður óþægilegar skoðanir.

Þessa dagana er í gangi mikil herferð til að breiða yfir fyrri misgjörðir Flokksins, flokkseigenda og flokksafsprengja. Þetta er það sem hefur verið kallað "Orrustan um Ísland".

Ég verða að viðurkenna, að ég treysti þessari þjóð minni varla til að muna, þ.e.a.s. gleyma ekki. Hún er þekkt fyrir að sveiflast fram og til baka eftir því hvernig vindar blása.

Það er engin tilviljun, í mínum huga, að liðið sem nú freistar þess að fela fortíð sína með þessum hætti, kemur hrópum sínum og köllum vel á framfæri. Það hefur áratuga reynslu í að sannfæra þjóðina og kann öll trixin og á fjármunina til að halda þessu gangandi.


Silfurhærða konan virðist ekki eiga roð í þetta. Eina vonin er að þjóðin muni og að þjóðin þegi ekki. 

Úrslitin í orrustunni ráðast af því hvort þjóðin man.

1 ummæli:

  1. Ég man, hvort ég man
    alla mismunun, bruðl
    og öll merkilegheitin í senn.
    Þar voru komnir eitt saman í kuðl
    þessir kotrosknu Sjálfstæðismenn:
    sem hér áttu víst allt
    og varð aldreigi kalt
    því við arininn sátu í hring
    meðan verklýðinn kól
    ekki var nokkur sól
    engin von um að fá betra þing.

    Hirðkveðill (sem hefur litlu gleymt) rifjar upp tilfinningar um sjálfskipaða lénsherra landsins.

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...