17 júní, 2010

"Það er smátt sem hundstungan finnur ekki"

Það er líklega nokkuð almennt viðhorf elstu kynslóðarinnar, að hún vill ekki skulda neinum neitt, vill standa sína pligt í hvívetna og getur ekki hugsað sér að taka áhættu eins og þá að mæta með bílinn sinn í skoðun eftir að frestur til þess er liðinn. Þegar bílnúmerið endar á 6 þá skal fara með bílinn í skoðun ekki seinna en í júní, helst fyrr. Í framhaldinu velta menn fyrir sér hvort hugsanlega getur verið eitthvað að bifreiðinni, því það er engan veginn ásættanlegt að eitthvað sé ekki í lagi, jafnvel þótt fararskjótinn geri lítið annað en standa inni í bílskúr. Það verður að huga að öllu því, eins og fyrirsögnin segir: "Það er smátt sem hundstungan finnur ekki."
Þetta orðtak hef ég aldrei heyrt fyrr og finnst það harla skondið, ekki síst í þessu samhengi.

Það liggur fyrir að bifreiðin verður færð til skoðunar í fyrramálið. Vonandi verða hundarnir búnir að sleikja svo mikið að tungan leiti ekki allt uppi.

1 ummæli:

  1. Hirðkveðill hefur heyrt þetta orðatiltæki notað um ýmislegt. Hér kemur eitt dæmi um stétt kjaftakjéddlinga og rógbera af hvoru kyni sem er:

    Um ærunnar þykkild' og þynnur
    hún þreyfar og rógburðinn spinnur
    jafnvel ljúfmennsk' og gát
    verða löngum þá mát:
    Það er lítið sem hundstung' ei finnur.


    Hirðkveðill yrkir um fundvísi hundstungunnar ;-)

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...