17 desember, 2010

Svo jólakortin springi ekki!

Hjónin sem hér um ræðir eru nafnlaus, en samtalið átti sér stað þegar þau áttu leið í kaupstað skömmu fyrir jól. Í farteskinu voru jólakortin sem send skyldu vítt og breytt til vina og ættingja. Klukkan varð að nálgast 4, en þá er pósthúsinu yfirleitt lokað.

"Ég þarf að fara með kortin á pósthúsið áður en það lokar."

"Af hverju seturðu kortin bara ekki í póstkassann?"

"Ef hann er kannski ekki tæmdur fyrr en í fyrramálið?! Kemur ekki til greina!"

"Það er þá sem sagt hætta á að kortunum verði kalt?"

"Maður veit aldrei hvað getur gerst. Maður er alltaf að heyra af því að það sé verið að sprengja upp póstkassa. Ég er búin(n) að hafa fyrir að útbúa kortin og ætla sko ekki að taka sénsinn á að setja þau í póstkassa!"

Fleira var ekki sagt. 
Ekið á pósthúsið þar sem jólakortin komust inn í hlýjuna, og þeim stafaði engin hætta af  því að verða sprengd í loft upp.

Jól í nánd.

1 ummæli:

  1. Hún föndraði lengi frúin hin góða
    og flest myndu kort hennar ger' okkur rjóða.
    Hlýjan, sem prýddi þau passsandi var,
    í pirrurnar getur ei neitt farið þar.

    En svo kom að því að senda þau skyldi
    -sú blessuð frúin þá klárlega vildi-
    að þau fær' í kassa sem kærlegur væri
    og kom þeim á pósthús í al-næsta færi.

    Þau liggja og bíða í límslungnum haugum
    og líkast til fara þau mörg hver á taugum.
    En boðskapur jólanna blíður og klár
    bjóðast mun vinunum HLÝR þetta ár.

    Hirðkveðill yrkir um sendingu jólagagna!

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...