15 janúar, 2011

Hvurslags árásir eru þetta eiginlega!?

"Bjarni Benediktsson sagði við Sam Watson, staðgengil sendiherra Bandaríkjanna þann ellefta nóvember árið 2009, að andstaða hans við Icesave samninga væri byggð á pólitískum hagsmunum Sjálfstæðisflokksins." (Smugan)

Ég hef alltaf haldið að Bjarni hefði hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Svo bregðast krosstré....

"Á ráðstefnu flokksráðs og formanna félaga sjálfstæðismanna árið 1952 lagði einn fundarmanna til að "sjálfstæðismenn gengju að öðru jöfnu að eiga sjálfstæðiskonur"" (Smugan)

Þetta er góð tillaga og til þess fallin að rækta rétthugsandi fólk í þessu landi. Held nú að þetta sé iðkað talsvert í raun.

5 ummæli:

  1. Já Hirðkveðill er aldeilis bit líka; hélt einmitt að BB hefði alltaf þjóðina í huga, við sérhverja ákvarðanatöku;) En hreinræktun góðs íhalds er nokkuð sem ber að halda í heiðri... hefur nú raunar oft gengið ljómandi vel ;)

    Sjálfstæðisflokknum sýnin ei brást
    og sjálfstæðismenn ekki kvænist af ást
    þeir hugsi sig um ef á hugarins slóð
    og hjartans- vill birtast eitt róttæknifljóð.

    Ja hvað segði afi og amma mín kær
    sem önduðust vellrík á snekkju í gær?
    Og hvað þá með börnin sem búast má við?
    "Bolsar og kommar" hreint afætulið.

    Nei best er í Valhöll að byrja nú leit
    að bjargálna konu (og ekki úr sveit)
    Lögfræðing geta og laglega snót,
    sem leiðir einn stöndugan sólinni mót.

    Ekki skal spilla hér arfgengi því
    sem endalaust færir oss völdin á ný
    Öllu skal haldið í heimareit vel
    það hentast er öllum- og sjálfsagt það tel.

    ****

    SvaraEyða
  2. Jú hP, LOL -heldé' það heiti. LOL á það!

    Hirðkveðillinn

    SvaraEyða
  3. Gleymdi einu hP: Hallgrímur Helgason rithöf. nefnir BB Bjarna þjóðarBen. LOL á það líka ;)

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...