Nú vitum við það. Við sögðum nei. Þannig fór það og framundan er að vinna úr því, til góðs eða ills. Það mun koma sá tími, ef við höldum okkur áfram í skotgröfunum, að annar hópurinn kemst að því að hinn hafði rangt fyrir sér, og öfugt.
Ef þessi niðurstaða hefur það í för með sér, að við losnum undan því að greiða það sem um hefur verið rætt, þá verður það að teljast hreint ágætt. Ef hin verður raunin og okkur gert að greiða að fullu, þá verður það að teljast afar slæmt.
Ef niðurstaða hefði orðið á hinn veginn og eignasala hefði í framhaldinu leitt til þess að við þyrftum ekkert að borga, hefði það talist ansi vel sloppið. Ef allt hefði þar farið á versta veg myndi það þá hafa talist afar slæmt.
Kjarni málsins er auðvitað sá, að við "nutum þess" að búa í lýðræðisríki. Það var sett á herðar okkar ábyrgð sem fólst í því að taka ákvörðun um málefni sem er þess eðlis að við vitum ekki hvað hún hefur í för með sér. Mannkynslausnarar fengu frítt spil til að sannfæra okkur um hver sannleikurinn er. Svart var gert hvítt og hvítt, svart.
---------------------------
Setjum sem svo, að þú eigir að velja milli tveggja manna í eitthvert embætti. Þú þekkir hvorugan þeirra persónulega, en hefur upplýsingar um að þeir eru báðir vel hæfir til að gegna þessu embætti, en þú veist auðvitað ekki hvernig embættisfærslur þeirra muni verða.
Tveir aðilar koma að máli við þig. Annar þeirra er vinur þinn og mærir annan manninn. Hinn er hinn versti skúrkur, að þínu mati, og hann mærir hinn. Hvorn manninn skyldir þú velja?
Vorum við, í þessum kosningum, að velja þann kostinn sem er, eðlis síns vegna, betri kosturinn, eða voru það einhver önnur og óskyld mál sem urðu þess valdandi að þetta varð niðurstaðan? Þetta munum við auðvitað aldrei vita. Það er bæði gallinn og kosturinn við svona kosningar.
Svo nenni ég ekki að tjá mig fekar um þetta mál - það gerist eitthvað, svo mikið er víst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Önnur og óskyld mál
SvaraEyðaurðu til þess að hál
brautin sú varð - ei bein
með benjar og þjóðarmein
sem fygj' okkur framtíðarslóð
við flækjumst á eftir - móð.
Hiðrkveðill tjáir sig um niðurstöður kosninga um Icesave lög.