11 apríl, 2011

Með bleyju fyrir báðum götum.

Mér fannst fyrirsögnin heldur gassaleg og varla þess eðlis að ég gæti notast við hana. Það sem hinsvegar réði því að ég lét hana vaða var, að þarna má finna þessa fínu stuðla, þannig að þetta er ágætis upphaf að vísukorni eða tveim.

Innihaldið á að vísa til þess að nú er smám saman að koma í ljós það sem ég óttaðist. Ákveðinn hluti þjóðarinnar fer nú á handahlaupum við að tryggja það að honum verði ekki núið því um nasir að hafa tekið rangan pól í hæðina.

Ef við verðum nú dæmd til að borga draslið, virðist vera tilbúin, fyrirfram, skýringin á því: ríkisstjórnin klúðraði málinu. 

Ekki heyrist mér, eða sýnist, að bökum verði snúið umtalsvert saman á næstunni.

Eftir sitja Jóhanna og Steingrímur - sátu uppi með endurreisn eftir hrunið þannig að það er orðið þeim að kenna í hugum þjóðarinnar. Sitja síðan uppi með sökina, ef mögulegur málarekstur fer ekki eins og menn vilja.

Það eru miklir snillingar sem stjórna þjóðarsálinni þessi árin.

Hér er dæmi um hvernig þetta gengur fyrir sig.

2 ummæli:

  1. Með bleyju fyrir báðum götum
    býst ég til að yrkja ljóð
    -eigi mun þó fækka fötum
    fyrir land né mína þjóð-
    niðurstaðan nú er fundin
    nú er komin áhrifsstundin.

    Ef nú gerist eittthvað gott
    ærið hef ég sigurglott
    segi: þarna sjáiðið
    sem hér fylltuð hitt liðið!
    En ef við súpum óláns soð
    allt það kennum S og J.

    Hirðkveðill yrkir - aldeilis bleyjulaus! ;)

    SvaraEyða

Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...