07 apríl, 2011

Ekkert um já eða nei.....

...vegna þess hve mér blöskrar orðið ótrúlegt bullið sem mætasta fólk tekur þessa dagana þátt í og það í flestum tilvikum algerlega án þess að vita hvað það er að tala um.  En nóg um það.

Þessa dagana er ég dálítið að velta fyrir mér fyrrverandi höfuðborg hins heilaga rómverska ríkis, sem Karlamagnús stofnaði til árið 800, en þessi gaur hafði einsmitt aðsetur í þessari borg. Þessa borg þekkjum við nú reyndar best í tenglsum við einhver þekktustu réttarhöld 20. aldar. Þarna virðist vera afar margt að sjá og upplifa og það er tilhlökkunarefni, að ég verði í hópi vinnufélag sem hyggjast heimsækja þessar slóðir á komandi vori.
Tilefni ferðarinnar er að heimsækja lítinn bæ í Bæjaralandi sem heitir Sulzbach-Rosenberg, en við höfum nú um tveggja áratuga skeið, átt í samskiptum við menntaskólann þar. Þessi bær er í 50 km fjarlægð frá borginni, sem ég nefni ekki nafni sínu (þó ég efist ekki um að flestir sem þetta lesa séu búnir á að átta sig á nafni hennar). Í S-R munu heimamenn taka á móti okkur og ef ég þekki þá rétt munu þeir leggja sig fram um að gera okkur dvölina sem ánægjulegasta. Auk skólans í S-R, sem heitir Herzog Christian- August Gymnasium, munum við kynna okkur framhaldsskóla í öðrum bæ í nágrenninu, sem heitir Amberg. Stærstur hluti ferðarinnar á hins vegar að nýtast til að kynnast slóðum sem venjulegir ferðamenn leggja ekki leið sína að öðru jöfnu. Ég reikna með að einhverjir hlakki mest til bjórhátíðarinnar sem  bíður hópsins.

Við fD hyggjumst, í ljósi reynslu síðasta sumars, taka bíl á leigu í framhaldinu og renna í norðaustur átt, til landamæra Póllands, þar sem tenórinn, eini sanni og stækkandi fjölskylda hans, ala manninn.

Tilhlökkunarefni, allt saman.

Ofangreint er talsvert miklu ánægjulegra að hugsa um en t.d. eftirfarandi ömurleiki, sem hver apar nú upp eftir öðrum:

Fólk er byrjað að spyrja mig hvað ég ætla að kjósa í Icesave. Þannig að ég fór að spyrja mig. Var mér boðið á Elton John? Á 50cent? Fékk ég far í einkaþotu? Samþykkti ég að taka yfir Landsbankann? Tók ég mér ofurlán og eyddi því öllu í fasteignir vina minna? Á ég flottan bíl? Fékk ég að fara í laxveiði í boði bankanna? Svaf ég hjá Jónínu Ben? Svarið við þessu verður það sama og ég mun haka við á atkvæðaseðilnum!


eða þá þetta:


Nei, skilaði okkur fullveldi 1918.
Nei, skilaði okkur lýðveldi 1944.
Nei, skilaði okkur 200 mílna landhelgi 1976..............
Nei, forðar okkur frá þjóðargjaldþroti 2011 !!!Finnst einhverjum vera málefnaleg umræða hér á ferð?


Hér má sjá sögulegan atburð frá borginni sem ég fjallaði um


Njótið. 


Kannski fáum við einn svona.  

Engin ummæli:

(Ráð)villtur unglingur með bleika plötu

Sýnishorn af plötubunkanum Ég er sennilega einn þeirra sem aldrei náði þeirri stöðu á unglingsárum, að verða svokallaður töffari. Ég var...