02 apríl, 2011

Ritföng

Staður: Kassi í lágvöruverðsverslun.
Aðstæður: Maður á sextugsaldri ekur körfunni sinni að færibandinu og tínir varning á bandið: skyr, harðfisk, bjúgu, bláa mjólk, smjör, haframjöl, og svo framvegis, vona eins og fólk á þessum aldri kaupir inn. Við kassann stendur dökkhærður piltur, á að giska 15-16 ára. Hann tekur við vörunni jafnóðum og hún kemur með færibandinu í átt til hans, og skannar verðið inn í tölvuna, setur síðan vöruna áfram þar sem hún telst vera tilbúin til að fara í innkaupapokann.
Þegar hann hefur skannað vöruna fyrir  manninn á sextugsaldrinum á þetta samtal sér stað:



"5643"
"Eruð þið ekki með ritföng hérna?"
Þögn.
"Ha?"
"Ritföng?"
"Ritföng?"
"Já."
"Hvað er það?"
"Hvað er það? Veistu það ekki?"
"Nei."
"Það eru t.d stílabækur, blýantar og pennar!"
"Núúú. Nei, við eru ekki með svoleiðis."
"Jæja, hvað var þetta mikið, segirðu?"
"5643"
Maðurinn á sextugsaldrinum gengur frá sínum málum, meðan Kvisthyltingar við næsta kassa hristast í taugaveikluðu hláturskasti.



Íslensk tunga


Hvað er nú tungan? - Ætli enginn
orðin tóm séu lífsins forði. -
Hún er list, sem logar af hreysti,
lifandi sál í greyptu stáli,
andans form í mjúkum myndum,
minnissaga farinna daga,
flaumar lífs, í farveg komnir
fleygrar aldar, er striki halda.

Tungan geymir í tímans straumi
trú og vonir landsins sona,
dauðastunur og dýpstu raunir,
darraðarljóð frá elztu þjóðum.
Heiftareim og ástarbríma,
örlagahljóm og refsidóma,
land og stund í lifandi myndum
ljóði vígðum - geymir í sjóði. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...