02 maí, 2011

Hvað var O. Brynjar Þórhallur?

Ég biðst afsökunar á að nota svona ruglingslega fyrirsögn. Sennilega er hér bara um að ræða rugl í mér, en ég held að framhaldið skýri hvað um er að ræða.

Í morgun bárust fréttir af því, eftir öllum hugsanlegum leiðum, að austurlandabúinn og hryðjuverkamaðurinn O.B.L. væri allur.

Í kjölfarið héldu fréttir af þessum atburði áfram í allan dag og enn er ekki talað um neitt frekar, nema þá brotthvarf annarrar lífveru vestur á fjörðum.

Það sem ég velti fyrir mér í öllu þessu fréttaflóði er orðnotkun: Hvað var gert við O.B.L.?

Var hann drepinn, veginn, aflífaður, tekinn af lífi, myrtur, felldur eða deyddur?
Var honum banað, eytt, sálgað, fargað eða stútað?

Það má velta þessu fyrir sér - orðavalið ræðst líklega af viðhorfum til viðfangsins/verksins/verknaðarins.

Þessara sömu spurninga má spyrja í tengslum við litla, fallega óarga/rándýrið sem tapaði lífinu í dag.

Í fréttum var talað um hræ dýrsins. Auðvitað er ekki hægt að tala um lík þess, en má ekki tala um skrokk?

Hvaða orð myndum við nota um jarðneskar leifar O.B.L.?

Það er nú svo.


5 ummæli:

  1. Bangsinn var felldur, skotinn.
    OBL er hinsvegar látinn..

    SvaraEyða
  2. Svo þarf ég að vita hvar þær reglur er að finna að íslamstrúarfólki skuli varpað í sæ? það hlýtur nú að vera býsna erfitt, víða hvað þeir búa.

    EN:
    Aflífaður, elskan var'ann,
    ósköp veit ég lítt um það
    felldur, deyddur, féll í þarann
    fleygt var loks í sjávarbað.

    Deyddur kannski og du'ltið meira
    drepinn, banað, sálgað, eytt?
    Veginn líka - upp að eyra?
    Enginn segja vill mér neitt.

    Hirðkveðill finnur enga lausn á hvaða orð eiga við um dauða O.B.L.



    Nú dansa ammrískar ljóskur í fjölmiðlum og hyggja að friður sé kominn á í veröldinni. Nú jæja, allt í lagi. Þær mega það

    SvaraEyða
  3. já það má þó heita!

    SvaraEyða
  4. ég ætla að fá mér velkryddaða lifur með sýðurm rjóma. Það hlýtur þó að gagnast eithvað í hrynjandi veröld.

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...