17 júní, 2011

"Ðer is nó kar for jú" (2)

Einn þeirra sem nærri mér standa hefur þá kenningu, að maður eigi alltaf að búast við hinu versta til að koma í veg fyrir vonbrigði. Ég neita því ekki, að frá því ég pantaði bílaleigubílinn blundaði sú hugsun í kollinum á mér að þegar ég kæmi til að nálgast bílinn, sæti þar manneskja sem segði:
"Ðer is nó kar for jú"
Ég var búinn að fara í gegnum allskyns möguleg viðbrögð mín við aðstæðum af þessu tagi. Í þessum vangaveltum mínum varð niðurstaðan ávallt sú, að bíllinn biði mín, eins og sagði í  SIXT Online-Check-In: Rapid pickup:


Sixt Online-Check-In: Rapid pickup

Sixt Online-Check-In: Pick up your hire car in no time!
  • Collection at the dedicated Online-Check-In desk *
  • No queues and no paperwork
  • Your hire car will be waiting for you













"Your car will be waiting for you" sögðu þeir. Hversvegna átti ég svo sem að draga það í efa?

Svona var hugsanagangur minn þar sem við fjögur (ég, fD, fG og hH) sátum í leigubíl sem flutti okkur til Autohaus Peter, An den Franzosenaeckern 1, í Amberg.


Þegar þangað var komið gerðum við upp leigubílinn og ég tók forystuna þegar hópurinn gekk inn um dyrnar á bílahúsinu hans Péturs.


Þarna voru bílar af ýmsum gerðum, nýir og notaðir. Ég var búinn að kynna mér, að Pétur var þarna með sölu á nýjum og notuðum bílum, svo þetta kom ekki á óvart.

Ég skimaði um salinn í leit að merki bílaleigunnar, en fann til lítilsháttar óöryggis þegar það blasti hvergi við. Afgreiðslumann fann ég, sem gat vísað mér að bílaleiguna. Fullir trausts á mér, fengu farþegarnir sér sæti í hægindum bílahússins, en ég gekk eins ákveðið og mér var unnt, í átt til afgreiðslu bílaleigunnar. Það stóð heima, þarna var hún, inni í miðju bílahússins.

Fyrir innan afgreiðsluborðið sat maður á fimmtugsaldri, fyrir framan tölvu (hvar annarsstaðar?), líklegast í tölvuleik, því það var enginn annar kúnni á staðnum. Við skiptumst á kveðjum og ég bar upp erindið og framvísaði þeim gögnum sem ég hafði prentað eftir að hafa bókað bílinn (tekið hann frá) á sínum tíma.
Maðurinn virtist harla fjarri því að vera ánægður með að sjá mig, kúnnann, og sagði helst ekkert. Hann tóka blöðin mín og slö tölur inn í tölvuna. Ég vonaði, heitt og innilega, að fyrsta setningin sem hann segði eftir innsláttinn yrði ekki:  "Ðer is nó kar for jú".


Mér varð að ósk minni.

Þegar maðurinn hafði, þegjandi í talsverðan tíma, kynnt sér hvað tölvan hafði fram að færa, kvað hann upp úrskurðinn:

"Zehrrs nó kar for jú".
- með öðrum orðum:
"Kompjúter ses nó"

Framundan voru mínútur sem ekki verður lýst hér og nú - heldur síðar.

1 ummæli:

  1. Tölurnar sló hann í tölvuna inn
    hvar titrandi stóð ég með frú
    - samt beið ég þar hughraustur brost' út á kinn,
    því bíllinn hann kæmi víst nú-!
    Þá örlagadóminn upp kvað hann sinn:
    "Ach, Zehrrs nó kar for jú."

    Hirðkveðill tjáir sig um "kompjúter zem ses nó".

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...