28 ágúst, 2011

Hvað leynist bak við orðin?

Til að leiðrétta þann mögulega misskilning á ástandi mínu og stöðu almennt, sem komið hefur fram í framhaldi af því sem ég skráði hér, lýsi ég því yfir að ég er í aldeilis ágætis ámigkomulagi og ekkert það hefur gerst í mínu lífi sem gefur tilefni til að hafa áhyggjur af mér á einn eða neinn hátt. Þvert á móti dunda ég mér við það þetta haustið, að njóta lífsins á besta stað á Íslandi í frítíma mínum, sinna áhugaverðri vinnunni minni með mörgu ágætis fólki, bíða þess að þriðja barnabarnið skelli sér í heiminn, kynna mér nýju, fínu linsuna, sem ég var að fjárfesta í og svo framvegis.

Ég get lofað fólki því, að ef eitthvað skyldi verða raunverulega að hjá mér þá mun ég ekki einu sinni ýja að því á þessum síðum, enda þær ekki ætlaðar til slíks af minni hálfu.

Auðvitað þakka ég þeim sem hafa áhyggjur af velferð minni, en biðst um leið afsökunar á að hafa ekki talað nægilega skýrst á áðurnefndum  texta, en ég hef nú þann háttinn á þegar ég sest við þessa iðju, að segja hlutina ekki alltaf hreint út, heldur oft með talsvert óbeinum og dulúðugum hætti til þess að lesendur fái tækifæri til að rýna á milli línanna, sem er góður siður.

Svo er það.
Síðan er haldið áfram.

Engin ummæli:

(Ráð)villtur unglingur með bleika plötu

Sýnishorn af plötubunkanum Ég er sennilega einn þeirra sem aldrei náði þeirri stöðu á unglingsárum, að verða svokallaður töffari. Ég var...