24 september, 2011

IE: Allt önnur hlið

Ég og fD áttum leið til Kaupmannahafnar með Iceland Express í byrjun ágúst s.l. og sú reynsla varð til þess að ég sá mig knúinn til að lýsa henni hér. Þetta var ekki fögur lýsing, en rétt, á þeim tímapunkti.

Ég og fD áttum leið til Berlínar með Iceland Express þann 19. september með heimkomu þann 23. Þetta flugfélag var ekki valið vegna góðrar reynslu úr fyrri ferðum - sannarlega ekki.

Reynslan þessu sinni svo aldeilis allt önnur en í hið fyrra sinnið og ástæðurnar eru þessar:

1. Við fengum miða á afskaplega góðu verði, sem auðvitað segir ekkert um gæði þjónustunnar, en er nefnt til samanburðar við verð á flugi til Álaborgar í ágúst s.l., sem ekki var farið vegna ótrúlegs verðlags.

2. Flugið frá Keflavík átti að hefjast kl 08:55. Það var tekið á loft kl. 08:55. Fagmennska áhafnarinnar var með miklum ágætum og við lentum einum 20 mínútum á undan áætlun í Berlín.

3. Flugið frá Berlín kom okkur enn meira í opna skjöldu, en 40 mínútum  fyrir áætlaða brottför lentum við fD í því að verða síðust farþega um borð í vélina, sem síðan varð að bíða á vellinum vegna reglna flugvallarins um brottfarir fyrir áætlaðan tíma.  Starf áhafnar var manneskujulegt og fagmannlegt og gerði ekkert nema bæta reynsluna. Flugfreyja sem hefur öðlast einhvern innri ljóma hins reynda einstaklings, stóð sig af stakri prýði í okkar hluta vélarinnar. Æskan er ágæt að mörgu leyti, en hana vantar bara svo margt.

Þarna umpólaðist ég í afstöðu minni til Iceland Express. Ef þetta flugfélag heldur svona áfram á það fullt erindi í samkeppni um flug yfir hafið. Stóri bróðir má vara sig.

Þetta segi ég, en er ekki þar með að lýsa því að eignarhald félagsins sé mér að skapi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fallegt að tjá sig svona Palli. Flestir láta sér nægja að rífast og nöldra og fást ekki um að geta þess þegar vel er gert.
Þú ert væntanlega á svipuðum aldri og hin ljómandi, þroskaða flugfreyja.
Bkv. Heiða.

PMS sagði...

Fallegt, já :)
Rétt skal vera rétt - ég er nú bara að leggja mitt á vogarskálarnar til að breyta umræðuhefðinni og viðhorfunum í okkar góða samfélagi.

Jamm - þetta með flugfreyjuna :)

(Ráð)villtur unglingur með bleika plötu

Sýnishorn af plötubunkanum Ég er sennilega einn þeirra sem aldrei náði þeirri stöðu á unglingsárum, að verða svokallaður töffari. Ég var...