06 september, 2011

Ætti ég að fá mér umboð fyrir hlauphellur?

Það hefur komið í ljós, að gúmmíhellurnar sem nú er nánast búið að þekja alla barnaleikvelli með, eru ekki jafn öruggar og af hefur verið látið. Ég get nefnt dæmi um að barn hafi dottið ofan úr rennibraut eins og sjá má má meðfylgjandi mynd, og fengið talsvert stóran rauðan blett á ennið.
Dæmi um hættulega rennibraut

Fyrir nú utan það, auðvitað, að svona rennibraut er stórhættuleg, það er hægt að finna þarna hengingarhættu, fallhættu, brothættu og hrunhættu án þess að leita lengi, þá er orðið nauðsynlegt að hyggja betur að undirlagi leikvalla.
Ég hef nú hafið leit að framleiðanda hlauphellna, sem þurfa að vera í það minnsta 15 cm þykkar. Ég tel að ég muni geta hagnast vel á innflutningi slíkra hellna í ljósi vaxandi meðvitundar foreldra um allar þær hættur sem liggja í leyni fyrir börnum þeirra, hvar sem þau stíga niður fæti eða eiga leið um.  Ennfremur tel ég að það geti orðið góður grundvöllur fyrir framleiðslu á 40cm háum rennibrautum með lyftu, enda eru tröppur upp í rennibrautir ávísun á fótbrot, handleggsbrot eða útbrot.

Það er okkar, foreldranna og fullorðna fólksins að tryggja að börnin okkar, börn samfélagsins, geti með engu móti átt það á hætti að skaðast þannig að gráti geti valdið. Það er ekki gott að meiða sig.
5 cm þykkar hlauphellur,
sem augljóslega duga ekki

(Ef einhver skyldi taka þetta ógurlega alvarlega þá þykir mér það leitt, en bendi á að þetta er sett fram í hálfkæringi og með fullri virðingu fyrir þeim sem hafa átt börn sem hafa slasast. Það breytir samt ekki þeirri skoðun minni, að börn eigi að / verði að læra að takast á við hættur í umhverfi sínu. Það verða alltaf hættur. Það verður að læra að þær eru fyrir hendi.)

1 ummæli:

  1. Onúr hárri braut ég byltist
    býsna stóra kúlu fékk
    úr rólu datt- ei dó né trylltist
    dolltinn fékk samt vondan skrekk
    Veit ég nú að veröld fláa
    veitir alls kyns auma, bláa
    bletti.

    Hirðkveðli finnst rétt að byrja tímanlega á byltum lífsins - annars verða þær manni eilíft "endurtekið efni".

    Manstu hvað skáldið orti (HKL)?
    Blessi nú guð þína litluðu lokka
    og ljái þér hvíta b´mullarsokka
    vefji sál þín' í silki
    og signi þinn tæpa fót... o.sv.frv.

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...